Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafna börnum í viðkvæmri stöðu Lúðvík Júlíusson skrifar 27. apríl 2022 16:01 Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að veita þjónustu á grundvelli laga 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Í lögunum stendur: „Þegar fötluð börn og fjölskyldur eiga í hlut skal einnig framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna lögum samkvæmt“ einnig stendur: „Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.“ og „Fjölskyldur fatlaðra barna skulu fá nægilega þjónustu til þess að fötluð börn þeirra geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.“ Á þessum grundvelli sótti foreldri um þjónustu og stuðning fyrir sig og barnið sitt. Svar Reykjavíkurborgar var stutt: „Synjað“ Ástæðan var ekki sú að barnið ætti ekki rétt á þjónustu heldur var ástæðan sú að foreldrar búa ekki saman. Barnið, eins og önnur börn á Íslandi, hefur engin sjálfstæð réttindi heldur eru réttindi barnsins „eign“ þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Í Kópavogi þá hefur lögheimilisforeldri eitt rétt til að sækja um þjónustu og fá stuðning á grundvelli laga 38/2018. Hitt foreldrið fær kannski „skoðunaraðgang“. Það fer allt eftir geðþótta starfsmanns en ekki eftir forsjá, umgengni, samstarfsvilja foreldra eða því sem barni er fyrir bestu. Börn sem fara reglulega í umgengni, þrátt fyrir að umgengni sé vika-vika og forsjá sameiginleg, njóta ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að fara á heimili þar sem foreldri fær nauðsynlegan stuðning og þjónustu til að veita barninu bestu mögulega uppeldisskilyrði. Þessi réttindi veita hvorki Reykjavíkurborg né Kópavogsbær. Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála SÞ Reykjavíkurborg og Kópavogsbær virða ekki barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þó hann sé lögfestur á Íslandi með lögum 19/2013. Sáttmálinn kveður meðal annars á um að: öll börn skuli vera jöfn (2. gr.), börn eigi að geta notið leiðsagnar foreldra (5. gr.), stjórnvöld eigi að virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna (5. gr.), börn eigi rétt á að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6. gr.), foreldrar beri aðalábyrgð á uppeldi barna sinna og þegar barn á tvo foreldra þá beri þeir almennt báðir ábyrgð á uppeldi barnsins (18. gr.). Börn njóta ekki „farsældar“ Ekkert sveitarfélag sem ég veit um virðir réttindi barna í þessari viðkvæmu stöðu. Stjórnvöld eru ekki að tryggja að börn hafi foreldra sér til halds og trausts. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ekki óskað eftir því að lögum verði breytt svo hægt sé að veita börnum heildstæða og samfellda þjónustu. Ég er mjög áhugasamur að heyra í frambjóðendum hvað þeir ætla að gera til að tryggja að ekkert barn sé skilið eftir. Ef þetta er algjör misskilningur hjá mér þá þætti mér einnig vænt um að heyra í sveitarstjórnarfólki sem getur leiðrétt hann. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með í samfélaginu okkar? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun