Söknuðu „Johnny“ og pressuðu á að Jón Dagur slyppi úr frystinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 08:30 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigri með félögum sínum í AGF. Getty/Lars Ronbog Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var settur út í kuldann hjá danska félaginu AGF þegar hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning. Nú hefur félagið neyðst til að kalla aftur á þennan öfluga Íslending og það var ekki síst fyrir pressu frá liðsfélögum hans. Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti. Danski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti.
Danski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira