Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Tugir Íslendinga eru sagðir framleiða og selja kynferðislegt efni á Onlyfans. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi. Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.
Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira