Arnar Gunnlaugsson: Það var smá reiði í mönnum Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2022 22:38 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Víkingur R. vann Keflavík 4-1 í Bestu deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld og segir leikinn gott svar eftir tapleikinn gegn ÍA í 2. umferð. „Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
„Klárlega svarið sem ég vildi. Fyrri hálfleikurinn var mjög sterkur hjá okkur. Við vorum ‚aggressívir‘ eins og við töluðum um og fengum fullt af færum. Keflvíkingar voru smá vængbrotnir. Þeir misstu fyrirliðann sinn rétt fyrir leik og svo markmanninn þegar lítið var búið af leiknum. Við svöruðum skagaleiknum gríðarlega vel þannig að ég var mjög sáttur við frammistöðuna. ,“ sagði Arnar strax við leikslok. „Allt liðið bara svaraði þessu. Það voru allir ‚on‘, maður fann það strax í upphitun að menn vildu svara fyrir mistökin uppi á Skaga og það var smá reiði í mönnum, ‚aggression‘ og ‚passion‘. Auðvitað í seinni hálfleik þá vill maður vera gráðugur og skora fleiri mörk en þetta var mjög fagmannleg frammistaða í seinni hálfleik svona þangað til alveg í blálokin.“ Keflvíkingar gerðu lítið til þess að ógna marki Víkinga þangað til á 92. mínútu leiksins þegar þeir skoruðu sárabótamark. Arnar var ánægður með varnarleik síns liðs. „Við vorum bara ‚aggressívir‘. Mér fannst við vera virkilega ‚on it‘ í pressunni, bæði fyrsta og önnur pressa. Ef Keflavík komst í gegn þá náðum við að falla niður í góðar blokkir og stíga vel upp eftir það. Mér fannst gott flæði í okkar varnarleik og man svo sem ekkert eftir einhverju færi sem Keflavík fékk en þeir gáfu ekki árar í bát. Þeir voru særðir og örugglega særðir í hálfleik en seinni hálfleikur var betri hjá þeim. Maður hefði viljað eitt til tvö mörk í viðbót en ég hefði tekið 4-1 fyrir leik,“ sagði Arnar. Kristall Máni bar af í Víkingsliðinu í dag eftir að hafa verið gagnrýndur eftir leikinn gegn ÍA. Þá kom Birnir Snær inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn í dag og átti sömuleiðis góðan leik. „Klárlega sýnir Kristall karakter að svara svona. Við vitum allir hvaða knattspyrnuhæfileikar búa í honum. Honum til varnar þá þurfti hann að spila svolítið uppi á topp í fjarveru Nikolaj. Hann er búinn að gera það í síðustu þremur leikjum. Að fá Nikolaj til baka gerir okkur kleift að færa Kristall neðar í svona tíu/frjálst hlutverk sem hentar honum gríðarlega vel. Ég var líka mjög ánægður með Birni. Birnir hefur ótrúlega fótboltahæfileika en hann lagði líka gríðarlega hart að sér í pressu og varnarleik í fyrri hálfleiknum og það er það sem við viljum sjá hjá honum. Þú getur ekkert verið lúxus leikmaður í nútíma fótbolta. Þú þarft að leggja hart að þér í varnarleik og vinna þér inn rétt til að spila þinn leik. Mér fannst hann gera það,“ sagði Arnar um leikmennina tvo. Víkingar leika næst gegn Stjörnunni næst komandi Mánudagskvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fótbolti.net í dag að leikurinn gæti orðið besti leikur deildarinnar. Arnar tók undir hans orð að mestu. „Það er þokkaleg pressa. Ég veit alveg hvað hann er að fara. Ég er búinn að hrífast mjög mikið af Stjörnumönnum í vetur og Gústi er að byggja upp frábært lið með ungum leikmönnum í bland við þá eldri. Það verður gríðarlega gaman að kljást við þá. Þeir spila ‚aggressívt‘ og pressa mikið. Þeir spila ekkert ósvipað og við og ég veit hvað hann er að fara. Vonandi stöndum við við stóru orðin,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna Eftir 3-0 tap á Akranesi svöruðu Íslandsmeistarar Víkings heldur betur fyrir sig með öruggum 4-1 heimasigri gegn Keflvíkingum í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 28. apríl 2022 21:18