Selfoss vann leikinn á endanum 38-33 en ekki þó fyrr en eftir tvær framlengingar. Selfoss mætir því Val í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH er komið í sumarfrí.
FH-ingar áttu samt tvisvar sinnum lokasóknina sem hefði getað fært þeim sigurinn. Ásjbörn Friðriksson átti þrumuskot í stöng í lok venjulegs leiktíma og tíminn rann frá FH-liðinu í fyrstu framlengingunni.
Selfyssingar sluppu með skrekkinn þökk sé góðum varnarleik og voru síðan miklu sterkari á svellinum í seinni framlengingunni.
Hér fyrir neðan má sjá lokasóknirnar í venjulegum leiktíma, í fyrstu framlengingu og í annarri framlengingu.