Valur með tak á KR fyrir stórleik kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2022 12:00 Valsmenn fagna því sem reyndist sigurmarkið er liðin mættust á Hlíðarenda í fyrra. Vísir/Daníel Þór Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár. Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Valur hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna en það vekur athygli hversu mikill munur hefur verið á leikjum liðanna á Hlíðarenda og svo á Meistaravöllum í Vesturbænum. Síðustu tveir leikir á Hlíðarenda hafa endað 0-1 og 1-0 á meðan mörkunum hefur rignt vestur í bæ, lokatölur 4-5 árið 2020 og svo 2-3 á síðustu leiktíð. Það hefur hins vegar ekki vantað baráttuna í leikina á Hlíðarenda þar sem liðin sönkuðu að sér sjö gulum spjöldum á síðustu leiktíð og sex árið þar á undan. Kristinn Jónsson stígur trylltan dans.Vísir/Daníel Þór Það er ljóst að það verður barist til síðasta manns í kvöld en KR-ingar töpuðu 0-1 fyrir Breiðabliki í síðustu umferð og það er einfaldlega ekki í boði að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Kjartan Henry Finnbogason ætti að snúa aftur í lið KR-inga en hann hóf mótið í tveggja leikja banni. Það ætti að reynast mikill happafengur en KR hefði getað nýtt markanef hans í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Þá vonast KR-ingar eftir því að Stefán Árni Geirsson hafi náð sér af meiðslum. Heimir Guðjónsson hefur stillt upp sama liði í báðum leikjum Vals til þessa og verður forvitnilegt að sjá hvort hann haldi sig við sama lið í kvöld eftir nauma sigra gegn ÍBV og Keflavík. Sigur í kvöld myndi hins vegar sýna að Valur er til alls líklegt í Bestu deildinni í sumar. Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsending stundarfjórðung fyrr. Að leik loknum verður hann gerður upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Valur Besta deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira