Stöndum vörð um Hafnarfjörð! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 2. maí 2022 09:30 Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín. Þetta samspil er mikilvægt, enda grunntónn í allri nálgun okkar jafnaðarmanna að verkefnum til heilla fyrir fólk og til að auka lífsgæði almennings. Mörgum þykir þetta svo sjálfsagt að ekki þurfi að ræða, en samt eru þessi grunngildi í miklu ójafnvægi alltof víða - því miður. Þetta er klassísk jafnaðarstefna og Samfylkingin mun tryggja að hún verði til staðar í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili. Þannig munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði nálgast viðamikil og mikilvæg verkefni á komandi kjörtímabili við stjórn bæjarins - allir með! Jafnaðarmenn vilja sjá Hafnarfjörð fyrir alla; unga sem eldri, fólk úr öllum stéttum, þá sem höllum fæti standa, almennt launafólk, fólk í rekstri lítilla og stærri fyrirtækja, fjölskyldur og einstaklingar. Það verður engin útundan hjá okkur jafnaðarmönnum. Við viljum ekki steypa alla í sama mótið, heldur að einstaklingar og hópar fái að njóta sín til fullnustu; hafi frelsi til að velja. Og um leið viljum við sjá samhjálp í verki gagnvart þeim sem aðstoð þurfa. Hafnarfjörður er fyrir alla og allir eiga að vera með. Að selja eignir fólksins Kosningarnar í Hafnarfirði snúast um fólk - og þjónustu við það. Þar er kosið um trúverðugleika og traust á frambjóðendum og flokkum í bænum. En Hafnarfjörður er ekki eyland. Mörg verkefni skarast við þjónustu ríkisvaldsins. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hefur ekki skilað nægum fjármunum til Hafnarfjarðar eins og vera ber til að unnt sé að sinna ýmsum verkefnum. Þar má nefna gríðarlega mikilvæga þjónustu við fatlaða. Eins hafa samgönguverkefni á hendi ríkisins setið á hakanum. Reykjanesbrautin skiptir þar miklu máli. Þar ganga vegabætur allt of seint. Það sama má segja um Bláfjallaveginn, sem núverandi meirihluti lokaði á síðasta ári. Hann þarf að opna aftur. Þá þarf að berjast af hörku gegn áformum um lokun Flóttamannavegar. Það má ekki gerast. Hafnarfjarðarbær seldi á kjörtímabilinu hlut Hafnarfjarðar í HS veitum til að fjármagna rekstur bæjarins. Samt hækka skuldir og íbúum fækkar. Sú sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks minnir að sumu leyti á algjörlega misheppnaða sölu ríkisstjórnarinnar á Íslandsbanka á dögunum. Í Hafnarfirði gekk erfiðlega að fá upplýsingar um kostnað við söluna. Alveg eins og í Íslandsbankaklúðrinu hjá ríkisstjórnarflokkunum, þar sem leynd og klíkuskapur réði för. Hugsanlega var sú sala lögleg, en alveg örugglega var hún siðlaus. Staðreyndin er sú að þessir flokkar selja almannaeignir - það sýnir sagan okkur aftur og aftur. Og gjarnan til vildarvina. Þetta þarf að muna á kjördag í maí. Það þarf að stöðva sérhygli og spillingu hjá ríki og bæ! Eins er slegið slöku við þegar komið er að heilsugæslu í bænum. Það nær ekki nokkurri átt að það taki 4-6 vikur að ná tíma hjá lækni, eins og raunin er. Starfsfólk heilsugæslunnar gerir sitt besta, en fleira starfsfólk, fleiri stöðvar og fjármagn vantar frá ríkisstjórninni - hjá sömu flokkunum og stjórnað hafa Hafnarfirði.. Hér er vitlaust gefið. Þarna þarf að gefa í. Það er hægt að gera svo miklu betur. Hafnarfjörður á alla möguleika Mér þykir vænt um bæinn minn og fólkið í honum. Hafnarfjörður er minn bær! Þess vegna sneri ég til baka til þátttöku í bæjarpólitíkinni eftir 16 ára fjarveru frá stjórnmálum, eftir að ég gegndi áhugaverðum störfum sendiherra um víða veröld. Það er gott að vera kominn heim! Mig langar einfaldlega að hjálpa til, leggja mitt að mörkum. Að gera góðan bæ betri. Vinna með sveitungum mínum. Það er nefnilega hægt að gera miklu betur, en gert hefur verið í 8 ára stjórnartíð sjálfstæðismanna og framsóknar. Snúum við blaði og hefjum nýja og betri vegferð. Jafnaðarmenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hafnfirðíngar þekkja til starfa þeirra fyrr og síðar. Þar eru almannahagsmunir á oddinum. Við höfum engra sérhagsmuna að gæta - við gætum bara hagsmuna venjulegs fólks, fólks sem við viljum þjóna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð, þennan fallega og góða bæ og íbúa hans. Samfylkingin er tilbúin í verkin. Vertu með okkur jafnaðarmönnum í sókninni! Nú er tækifærið. Breytum og bætum þann 14.maí næstkomandi. XS... að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín. Þetta samspil er mikilvægt, enda grunntónn í allri nálgun okkar jafnaðarmanna að verkefnum til heilla fyrir fólk og til að auka lífsgæði almennings. Mörgum þykir þetta svo sjálfsagt að ekki þurfi að ræða, en samt eru þessi grunngildi í miklu ójafnvægi alltof víða - því miður. Þetta er klassísk jafnaðarstefna og Samfylkingin mun tryggja að hún verði til staðar í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili. Þannig munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði nálgast viðamikil og mikilvæg verkefni á komandi kjörtímabili við stjórn bæjarins - allir með! Jafnaðarmenn vilja sjá Hafnarfjörð fyrir alla; unga sem eldri, fólk úr öllum stéttum, þá sem höllum fæti standa, almennt launafólk, fólk í rekstri lítilla og stærri fyrirtækja, fjölskyldur og einstaklingar. Það verður engin útundan hjá okkur jafnaðarmönnum. Við viljum ekki steypa alla í sama mótið, heldur að einstaklingar og hópar fái að njóta sín til fullnustu; hafi frelsi til að velja. Og um leið viljum við sjá samhjálp í verki gagnvart þeim sem aðstoð þurfa. Hafnarfjörður er fyrir alla og allir eiga að vera með. Að selja eignir fólksins Kosningarnar í Hafnarfirði snúast um fólk - og þjónustu við það. Þar er kosið um trúverðugleika og traust á frambjóðendum og flokkum í bænum. En Hafnarfjörður er ekki eyland. Mörg verkefni skarast við þjónustu ríkisvaldsins. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hefur ekki skilað nægum fjármunum til Hafnarfjarðar eins og vera ber til að unnt sé að sinna ýmsum verkefnum. Þar má nefna gríðarlega mikilvæga þjónustu við fatlaða. Eins hafa samgönguverkefni á hendi ríkisins setið á hakanum. Reykjanesbrautin skiptir þar miklu máli. Þar ganga vegabætur allt of seint. Það sama má segja um Bláfjallaveginn, sem núverandi meirihluti lokaði á síðasta ári. Hann þarf að opna aftur. Þá þarf að berjast af hörku gegn áformum um lokun Flóttamannavegar. Það má ekki gerast. Hafnarfjarðarbær seldi á kjörtímabilinu hlut Hafnarfjarðar í HS veitum til að fjármagna rekstur bæjarins. Samt hækka skuldir og íbúum fækkar. Sú sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks minnir að sumu leyti á algjörlega misheppnaða sölu ríkisstjórnarinnar á Íslandsbanka á dögunum. Í Hafnarfirði gekk erfiðlega að fá upplýsingar um kostnað við söluna. Alveg eins og í Íslandsbankaklúðrinu hjá ríkisstjórnarflokkunum, þar sem leynd og klíkuskapur réði för. Hugsanlega var sú sala lögleg, en alveg örugglega var hún siðlaus. Staðreyndin er sú að þessir flokkar selja almannaeignir - það sýnir sagan okkur aftur og aftur. Og gjarnan til vildarvina. Þetta þarf að muna á kjördag í maí. Það þarf að stöðva sérhygli og spillingu hjá ríki og bæ! Eins er slegið slöku við þegar komið er að heilsugæslu í bænum. Það nær ekki nokkurri átt að það taki 4-6 vikur að ná tíma hjá lækni, eins og raunin er. Starfsfólk heilsugæslunnar gerir sitt besta, en fleira starfsfólk, fleiri stöðvar og fjármagn vantar frá ríkisstjórninni - hjá sömu flokkunum og stjórnað hafa Hafnarfirði.. Hér er vitlaust gefið. Þarna þarf að gefa í. Það er hægt að gera svo miklu betur. Hafnarfjörður á alla möguleika Mér þykir vænt um bæinn minn og fólkið í honum. Hafnarfjörður er minn bær! Þess vegna sneri ég til baka til þátttöku í bæjarpólitíkinni eftir 16 ára fjarveru frá stjórnmálum, eftir að ég gegndi áhugaverðum störfum sendiherra um víða veröld. Það er gott að vera kominn heim! Mig langar einfaldlega að hjálpa til, leggja mitt að mörkum. Að gera góðan bæ betri. Vinna með sveitungum mínum. Það er nefnilega hægt að gera miklu betur, en gert hefur verið í 8 ára stjórnartíð sjálfstæðismanna og framsóknar. Snúum við blaði og hefjum nýja og betri vegferð. Jafnaðarmenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hafnfirðíngar þekkja til starfa þeirra fyrr og síðar. Þar eru almannahagsmunir á oddinum. Við höfum engra sérhagsmuna að gæta - við gætum bara hagsmuna venjulegs fólks, fólks sem við viljum þjóna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð, þennan fallega og góða bæ og íbúa hans. Samfylkingin er tilbúin í verkin. Vertu með okkur jafnaðarmönnum í sókninni! Nú er tækifærið. Breytum og bætum þann 14.maí næstkomandi. XS... að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun