Aðalmeðferð í máli Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur.
Blaðamaður Vísis er í dómssal.
Í vitnisburði sínum sagðist Ingó eiga von á sínu fyrsta barni í október. Ingó og Alexandra Ýr Davíðsdóttir opinberuðu samband sitt í júní á síðasta ári eins og við sögðum frá hér á Vísi.
Alexandra er stödd í dómsal í dag og sýnir manni sínum stuðning.
