Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 12:01 Kári Kristján Kristjánsson kom til að ræða við stuðningsmenn svo að hægt væri að koma leiknum aftur í gang. Stöð 2 Sport Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14
„Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19