Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík” Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2022 20:45 Nökkvi Þeyr var hetja KA í kvöld. Vísir/Vilhelm Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins. Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira