Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 08:06 Mótmælendur streymdu að Hæstarétti í gærkvöldi og nótt til að mótmæla meirihlutaálitinu. AP/Alex Brandon Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar mun fylgjast með þróun mála fram eftir degi. Helstu tíðindi: Miðillinn Politico greindi frá því í gær að hann hefði undir höndum meirihlutaálit hæstaréttar í málinu Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization, þar sem umfjöllunarefnið er löggjöf í Mississippi sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu. Í álitinu segir að það sé tímabært að snúa niðurstöðunni í málinu Roe gegn Wade. Svo virðist sem meirihlutaálitinu hafi verið leikið, sem er fordæmalaust í sögu dómstólsins. Fréttirnar hafa vakið bæði reiði og fögnuð vestanhafs, þar sem þungunarrof eru meðal þeirra mála sem hafa klofið bandarísku þjóðina í áratugi. Meirihlut Bandaríkjamanna er þó fylgjandi því að konur eigi að hafa rétt til að ráða yfir eigin líkama og velja að gangast undir þungunarrof. Ríkisstjórar í sextán ríkjum hafa heitið því að tryggja áfram aðgengi kvenna að þungunarrofi en ráðamenn úr röðum repúblikana lofa því að leggja blátt bann við þungunarrofi. Ef meirihlutaálitið stendur er ljóst að þungunarrof verða bönnuð víða í Bandaríkjunum. Boðað hefur verið til mótmæla um allt land.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Þungunarrof Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira