Vísindaveröld á Keldnaholti Stefán Pálsson skrifar 3. maí 2022 11:31 Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun