Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 15:00 Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir mættu í upphitunarþáttinn. Bestu mörkin Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn. „Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira