Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:16 Breytingar á steypukafla byggingarreglugerðar gætu haft í för með sér verulegan samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu. Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit. Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Breytt regluverk um steypu var kynnt á fundi innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS, í dag og hafa drög að reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð verið birt í samráðsgáttinni. Fram kemur í tilkynningu á vef HMS að áætla megi að breytingar á regluverkinu geti haft þau áhrif að um 20 til 30 prósenta samdráttur verði á losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar steypu og um sex prósenta samdráttur á losun vegna byggingariðnaðarins í heild. Þá segir að helstu breytingarnar felist í sveigjanlegri og markmiðsbundnum ákvæðum sem muni opna fyrir grænar lausnir en áfram verði sömu áherslur á öryggi og gæði. „Breytingarnar skapa meðal annars hvata til að nota fjölbreyttari samsetningar í steypuíblöndun, nýta mismunandi blöndur fyrir ólíkar aðstæður og endurvinna steinefni. Markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif steypunnar og tryggja endingu hennar með tilheyrandi ávinningi,“ segir í tilkynningunni. Þannig megi lækka kolefnisspor íslenskra bygginga en byggingarefnin sjálf beri ábyrgð á um 45 prósentum kolefnissporsins. Fram kemur í tilkynningunni að sérstakur faghópur hafi unnið tillögurnar á breytingunum og hafi fyrstu tillögur verið unnar í samstarfi við sérfræðingana Eyþór Rafn Þórhallsson dósent í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík, Einar Einarsson framkvæmdastjóra gæða- og umhverfissviðs og Hornsteins og Guðbjart Einarsson sviðsstjóra bygginga hjá Ríkiseignum. Í framhaldinu hafi svo verið settur á stofn samráðshópur fagaðila en í þeim hópi áttu sæti Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Verkfræðingafélag Íslands, Arkitektafélag Íslands, Grænni byggð, Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og Mannvit.
Byggingariðnaður Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira