Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2022 14:01 Mótmælendur í New York haldi á lofti spjöldum með andlitum íhaldsmannanna sex við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fimm þeirra stóðu að meirihlutaálitinu, þau Amy Coney Barrett, Clarence Thomas, Brett Kavanaugh, Samuel Alito og Neil Gorsuch. John Roberts, forseti Hæstaréttar, (lengst til vinstri), er talinn vilja ganga skemur en félagar sínir í að takmarka þungunarrof. Vísir/EPA Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. Drög að meirihlutaáliti hæstaréttar sem var lekið á mánudag hafa valdið miklu fjaðrafoki vestanhafs. Í því skrifa fimm íhaldssamir dómarar undir álit sem sneri við fordæmi um að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs sem var sett með dómi réttarins í máli sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade árið 1973. Hæstiréttur hefur staðfest að álitið sé ósvikið og ætlar að rannsaka hvernig drögunum að því var lekið til bandaríska blaðsins Politico. Álitið er um mál sem varðar ströng lög um þungunarrof sem ríkisþing Mississippi samþykkti en þau bönnuðu þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu fengju þau að standa. Þrátt fyrir að möguleikinn á að Roe gegn Wade yrði snúið við eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna í forsetatíð repúblikanans Donalds Trump hafi verið margræddur kom lekinn flestum í opna skjöldu. Aðeins sjö mánuðir eru til þingkosninga og yrði afnám réttar kvenna til þungunarrofs eins og sprengja inn í kosningabaráttuna þar. Vendi Hæstiréttur Bandaríkjanna kvæði sínu í kross og telji konur ekki lengur hafa stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs væri ríkjum frjálst að takmarka eða banna það. Sum þeirra hafa gengið afar langt í að þrengja að réttinum, þar á meðal Texas sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu og gerir það að glæp að aðstoða konu við að komast í þungunarrof. Fleiri en tuttugu ríki eru þar að auki með lög sem takmarka að banna sjálfkrafa þungunarrof verði dómafordæmi hæstaréttar snúið við. Í nokkrum ríkjum eru jafnframt lög til staðar sem banna þungunarrof sem hefur ekki verið framfylgt eftir að dómur féll í máli Roe gegn Wade árið 1973. Nokkur ríki þar sem demókratar fara með völd eru þegar byrjuð að undirbúa að festa rétt til þungunarrofs í ríkislög. Búist er við því að konur frá öðrum ríkjum gætu streymt þangað verði réttur þeirra til þungunarrofs takmarkaður eða bannaður í þeirra heimaríkjum. Ein af hverjum fjórum konum í Bandaríkjunum er talin gangast undir þungunarrof á lífsleiðinni. Hlutfallið er hærra á meðal svarta og rómansk ættaðra kvenna. Fátækt er einnig algengari á meðal þeirra en annarra og eiga þær því erfiðara með að sækja sér þjónustuna utan heimaríkis. Því er talið að bann eða takmörkun á þungunarrofi komi sérstaklega niður á þeim hópum kvenna. Heimild: NPR Stefndi í sigur áhugasamra repúblikana Demókratar hafa fram að þessu siglt sofandi að feigðarósi í aðdraganda kosninga þar sem kosið verður um öll sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni. Verðbólga er sögulega há og vinsældir Joes Biden forseta hafa dvínað hratt eftir kosningasigur hans gegn Trump árið 2020, sérstaklega hjá óflokkbundnum kjósendum. Alþekkt er að flokkur forsetans tapi jafnan fylgi í þingkosningum á miðju kjörtímabili hans. Í samræmi við það hafa skoðanakannanir bent til þess að kjósendur repúblikana séu mun líklegri til þess að mæta á kjörstað en demókrata í ár. Allt hefur því stefnt í að repúblikanar endurheimtu meirihluta sinn í öldungadeildinni sem þeir töpuðu fyrir tveimur árum og tækju sömuleiðis fulltrúadeildina. Hendur Biden yrðu þar með nær algerlega bundar síðustu tvö ár kjörtímabils hans. Demókratar eru fyrir með veikan meirihluta á þingi. Hann er naumur í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir jafnmarga þingmenn. Þó að Kamala Harris, varaforseti, geti greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni, þarf aukinn meirihluta til þess að komast fram hjá málþófsrétti minnihlutans sem repúblikanar nota til að stöðva nær öll mál. Báðar deildir þurfa að samþykkja frumvörp til þess að þau verði að lögum. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, segir að hann ætli að halda atkvæðagreiðslu um frumvarp sem festi rétt kvenna til þungunarrofs í lög. Slá má föstu að slíkt frumvarp sé andvana fætt vegna andstöðu repúblikana í deildinni. Þungunarrof er víða hitamál í Bandaríkjunum. Andstæðingar þess líta á það sem morð á börnum eins og þessi mótmælendur í Washington-borg í janúar.Vísir/EPA Býst við holfskelfu grasrótaraðgerða Gangi hæstiréttur eins langt í að afnema rétt kvenna til þungunarrofs eins og meirihlutaálitið sem var lekið gerir gæti það umturnað pólitíska umhverfinu fyrir kosningarnar. Þungunarrof hefur verið einn helsti vígvöllurinn í áratugalöngu menningarstríði þar sem andstæðir pólar íhaldssemi og frjálslyndis takast á. Fram að þessu hefur baráttan gegn þungunarrofi frekar knúið íhaldssama kjósendur repúblikana en demókrata sem hafa gengið að þessum stjórnarskrárvarða rétti sem vísum. Demókratar vonast til þess að nemi íhaldssamur hæstiréttur þennan rétt úr gildi verði það sem vítamínsprauta fyrir grasrót flokksins fyrir kosningarnar í haust. Sumir leiðtogar demókrata búast við því að niðurstaða hæstaréttar gæti orðið kveikjan að fjöldahreyfingu sambærilegri við kvennagöngur sem voru farnar daginn sem Donald Trump var settur í embætti árið 2017 og fleytti demókrötum til sigurs í fulltrúadeildinni í þingkosningunum ári síðar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. „Fólk gerði ráð fyrir að þessi lög væru föst í sessi. Nú vaknar það upp af værum blundi. Frjósemisfrelsi og kvennréttindi verða núna aðalmálið og það verður kosið um þau,“ sagði J.B. Pritzker, ríkisstjóri Illinois og demókrati, sem býst við holskeflu aðgerða kjósenda demókrata fyrir kosningarnar. „Það voru áhyggjur af því að kjósendur skorti eldmóð í kosningunum og að þeir mættu ekki á kjörstað. Hæstiréttur hefur nú gefið okkur tilefni fyrir fólk að kjósa,“ sagði Susan Wild, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Pennsylvaníu sem sér fram á harða baráttu til að ná endurkjöri. Biden sjálfur sagði í gær að besta leiðin til að festa réttinn til þungunarrofs í lög væri að kjósa þingmenn sem styddu þann rétt í þingkosningunum. Hópur kvenna mótmælti fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í gærkvöldi eftir að fréttir bárust af því að rétturinn byggi sig undir að afnema rétt kvenna til þungunarrofs.AP/Alex Brandon Trompar ekki endilega verðbólguáhyggjur Sínum augum lítur þó hver silfrið og búast repúblikanar við því að sigur í þungunarrofsbaráttunni í hæstarétti tvíefli þá í kosningunum. Niðurstaða hæstaréttar trompaði heldur ekki efnahagsástandið. Glen Bolger, kosningaskipuleggjandi fyrir Repúblikanaflokksins, segir að þrátt fyrir að flestir geri ráð fyrir að umdeild ákvörðun hæstaréttar hjálpi demókrötum muni hún sannarlega auka kjörsókn repúblikana sömuleiðis. „Almennt séð einbeita flestir kjósendur sér að efnahagsmálum, til dæmis, og í augnablikinu geisar verðbólgan auðvitað,“ segir Bolger við New York Times. Engu að síður hafa skoðanakannanir lengi sýnt að meirihluti Bandaríkjamanna vill ekki afnema rétt kvenna til þungunarrofs. Í nýrri könnun sem var gerð áður en meirihlutaálitinu var lekið sögðust 54 prósent aðspurðra telja að Roe gegn Wade ætti að standa óhreyfður en 28 prósent að snúa ætti fordæminu við. Því hafa leiðtogar repúblikana margir kosið að ræða frekar um lekann á álitinu en efnislegri þýðingu þess að réttur til þungunarrofs væri afnuminn í landinu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, kaus að kenna róttækum vinstrimönnum um að hafa lekið álitinu og fordæma demókrata fyrir að verja ekki sjálfstæði réttarins þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram um hver lak því til fjölmiðla. Byrjaðir að leggja drög að banni á landsvísu Sumir íhaldsmenn og andstæðingar þungunarrofs vilja nú ganga á lagið og láta kné fylgja kviði uppfylli hæstiréttur drauma þeirra á næstu vikum. Þannig eru samtök þeirra og sumir þingmenn repúblikana byrjaðir að leggja drög að frumvarpi sem bannaði þungunarrof á landsvísu ef repúblikanar ná aftur völdum, að sögn Washington Post. Það gætu repúblikanar þó aðeins gert með því að vinna forsetakosningarnar árið 2024 og meirihluta í báðum þingdeildum. Þeir þyrftu jafnframt annað hvort að vinna sextíu sæti af hundrað í öldungadeildinni eða afnema þingskaparreglur um málþóf til þess að koma á landsbanni við þungunarrofi. Í nokkrum fjölda ríkja eru í gildi lög sem banna eða takmarka þungunarrof sjálfkrafa verði fordæmi hæstaréttar í Roe gegn Wade snúið við (sjá ramma ofar í frétt). Í Oklahoma skrifaði ríkisstjóri repúblikana undir lög í anda þeirra sem voru samþykkt í Texas og banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í gær. „Líf er mannréttindi“ stendur á spjaldi við hlið Kevins Stitt, ríkisstjóra í Oklahoma, sem skrifaði undir ein ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum í gær.AP/Sue Ogrocki Á vinstri vængnum hefur verið kallað eftir því að demókratar afnemi málþófsregluna í öldungadeildinni til þess að koma í gegn lögum sem tryggðu rétt kvenna til þungunarrofs á landsvísu fyrir kosningar. Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont og fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata fyrir tvennar síðustu forsetakosningar, er á meðal þeirra. „Bandaríkjaþing verður að samþykkja lög sem festir Roe gegn Wade í sessi sem landslög STRAX. Og ef það eru ekki sextíu atkvæði til staðar í öldungadeildinni til þess, og þau eru það ekki, verðum við að binda enda á málþófsréttinn til að samþykkja þau með fimmtíu atkvæðum,“ tísti Sanders. Congress must pass legislation that codifies Roe v. Wade as the law of the land in this country NOW. And if there aren’t 60 votes in the Senate to do it, and there are not, we must end the filibuster to pass it with 50 votes.— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 3, 2022 Slík lagasetning yrði líklega skammgóður vermir því repúblikanar gætu fellt lög úr gildi með einföldum meirihluta strax eftir kosningar vinni þeir meirihluta í báðum deildum eins og líkur eru á. Vegna þess að afnám fordæmisins í Roe gegn Wade þýddi að ríkjum væri frjálst að takmarka eða banna þungunarrof fá ríkisstjórakosningar víða aukna þýðingu, þar á meðal í Wisconsin, Michigan og Pennsylvaníu þar sem demókratar eru ríkisstjórar en repúblikanar ráða ríkisþinginu. Í Michigan er meðal annars gamalt þungunarrofsbann sem gæti tekið aftur gildi nái íhaldsmenn við hæstarétt sínu fram. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Drög að meirihlutaáliti hæstaréttar sem var lekið á mánudag hafa valdið miklu fjaðrafoki vestanhafs. Í því skrifa fimm íhaldssamir dómarar undir álit sem sneri við fordæmi um að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs sem var sett með dómi réttarins í máli sem hefur verið kennt við Roe gegn Wade árið 1973. Hæstiréttur hefur staðfest að álitið sé ósvikið og ætlar að rannsaka hvernig drögunum að því var lekið til bandaríska blaðsins Politico. Álitið er um mál sem varðar ströng lög um þungunarrof sem ríkisþing Mississippi samþykkti en þau bönnuðu þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu fengju þau að standa. Þrátt fyrir að möguleikinn á að Roe gegn Wade yrði snúið við eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna í forsetatíð repúblikanans Donalds Trump hafi verið margræddur kom lekinn flestum í opna skjöldu. Aðeins sjö mánuðir eru til þingkosninga og yrði afnám réttar kvenna til þungunarrofs eins og sprengja inn í kosningabaráttuna þar. Vendi Hæstiréttur Bandaríkjanna kvæði sínu í kross og telji konur ekki lengur hafa stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs væri ríkjum frjálst að takmarka eða banna það. Sum þeirra hafa gengið afar langt í að þrengja að réttinum, þar á meðal Texas sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu og gerir það að glæp að aðstoða konu við að komast í þungunarrof. Fleiri en tuttugu ríki eru þar að auki með lög sem takmarka að banna sjálfkrafa þungunarrof verði dómafordæmi hæstaréttar snúið við. Í nokkrum ríkjum eru jafnframt lög til staðar sem banna þungunarrof sem hefur ekki verið framfylgt eftir að dómur féll í máli Roe gegn Wade árið 1973. Nokkur ríki þar sem demókratar fara með völd eru þegar byrjuð að undirbúa að festa rétt til þungunarrofs í ríkislög. Búist er við því að konur frá öðrum ríkjum gætu streymt þangað verði réttur þeirra til þungunarrofs takmarkaður eða bannaður í þeirra heimaríkjum. Ein af hverjum fjórum konum í Bandaríkjunum er talin gangast undir þungunarrof á lífsleiðinni. Hlutfallið er hærra á meðal svarta og rómansk ættaðra kvenna. Fátækt er einnig algengari á meðal þeirra en annarra og eiga þær því erfiðara með að sækja sér þjónustuna utan heimaríkis. Því er talið að bann eða takmörkun á þungunarrofi komi sérstaklega niður á þeim hópum kvenna. Heimild: NPR Stefndi í sigur áhugasamra repúblikana Demókratar hafa fram að þessu siglt sofandi að feigðarósi í aðdraganda kosninga þar sem kosið verður um öll sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 35 af hundrað sætum í öldungadeildinni. Verðbólga er sögulega há og vinsældir Joes Biden forseta hafa dvínað hratt eftir kosningasigur hans gegn Trump árið 2020, sérstaklega hjá óflokkbundnum kjósendum. Alþekkt er að flokkur forsetans tapi jafnan fylgi í þingkosningum á miðju kjörtímabili hans. Í samræmi við það hafa skoðanakannanir bent til þess að kjósendur repúblikana séu mun líklegri til þess að mæta á kjörstað en demókrata í ár. Allt hefur því stefnt í að repúblikanar endurheimtu meirihluta sinn í öldungadeildinni sem þeir töpuðu fyrir tveimur árum og tækju sömuleiðis fulltrúadeildina. Hendur Biden yrðu þar með nær algerlega bundar síðustu tvö ár kjörtímabils hans. Demókratar eru fyrir með veikan meirihluta á þingi. Hann er naumur í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni hafa flokkarnir jafnmarga þingmenn. Þó að Kamala Harris, varaforseti, geti greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni, þarf aukinn meirihluta til þess að komast fram hjá málþófsrétti minnihlutans sem repúblikanar nota til að stöðva nær öll mál. Báðar deildir þurfa að samþykkja frumvörp til þess að þau verði að lögum. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, segir að hann ætli að halda atkvæðagreiðslu um frumvarp sem festi rétt kvenna til þungunarrofs í lög. Slá má föstu að slíkt frumvarp sé andvana fætt vegna andstöðu repúblikana í deildinni. Þungunarrof er víða hitamál í Bandaríkjunum. Andstæðingar þess líta á það sem morð á börnum eins og þessi mótmælendur í Washington-borg í janúar.Vísir/EPA Býst við holfskelfu grasrótaraðgerða Gangi hæstiréttur eins langt í að afnema rétt kvenna til þungunarrofs eins og meirihlutaálitið sem var lekið gerir gæti það umturnað pólitíska umhverfinu fyrir kosningarnar. Þungunarrof hefur verið einn helsti vígvöllurinn í áratugalöngu menningarstríði þar sem andstæðir pólar íhaldssemi og frjálslyndis takast á. Fram að þessu hefur baráttan gegn þungunarrofi frekar knúið íhaldssama kjósendur repúblikana en demókrata sem hafa gengið að þessum stjórnarskrárvarða rétti sem vísum. Demókratar vonast til þess að nemi íhaldssamur hæstiréttur þennan rétt úr gildi verði það sem vítamínsprauta fyrir grasrót flokksins fyrir kosningarnar í haust. Sumir leiðtogar demókrata búast við því að niðurstaða hæstaréttar gæti orðið kveikjan að fjöldahreyfingu sambærilegri við kvennagöngur sem voru farnar daginn sem Donald Trump var settur í embætti árið 2017 og fleytti demókrötum til sigurs í fulltrúadeildinni í þingkosningunum ári síðar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. „Fólk gerði ráð fyrir að þessi lög væru föst í sessi. Nú vaknar það upp af værum blundi. Frjósemisfrelsi og kvennréttindi verða núna aðalmálið og það verður kosið um þau,“ sagði J.B. Pritzker, ríkisstjóri Illinois og demókrati, sem býst við holskeflu aðgerða kjósenda demókrata fyrir kosningarnar. „Það voru áhyggjur af því að kjósendur skorti eldmóð í kosningunum og að þeir mættu ekki á kjörstað. Hæstiréttur hefur nú gefið okkur tilefni fyrir fólk að kjósa,“ sagði Susan Wild, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Pennsylvaníu sem sér fram á harða baráttu til að ná endurkjöri. Biden sjálfur sagði í gær að besta leiðin til að festa réttinn til þungunarrofs í lög væri að kjósa þingmenn sem styddu þann rétt í þingkosningunum. Hópur kvenna mótmælti fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í gærkvöldi eftir að fréttir bárust af því að rétturinn byggi sig undir að afnema rétt kvenna til þungunarrofs.AP/Alex Brandon Trompar ekki endilega verðbólguáhyggjur Sínum augum lítur þó hver silfrið og búast repúblikanar við því að sigur í þungunarrofsbaráttunni í hæstarétti tvíefli þá í kosningunum. Niðurstaða hæstaréttar trompaði heldur ekki efnahagsástandið. Glen Bolger, kosningaskipuleggjandi fyrir Repúblikanaflokksins, segir að þrátt fyrir að flestir geri ráð fyrir að umdeild ákvörðun hæstaréttar hjálpi demókrötum muni hún sannarlega auka kjörsókn repúblikana sömuleiðis. „Almennt séð einbeita flestir kjósendur sér að efnahagsmálum, til dæmis, og í augnablikinu geisar verðbólgan auðvitað,“ segir Bolger við New York Times. Engu að síður hafa skoðanakannanir lengi sýnt að meirihluti Bandaríkjamanna vill ekki afnema rétt kvenna til þungunarrofs. Í nýrri könnun sem var gerð áður en meirihlutaálitinu var lekið sögðust 54 prósent aðspurðra telja að Roe gegn Wade ætti að standa óhreyfður en 28 prósent að snúa ætti fordæminu við. Því hafa leiðtogar repúblikana margir kosið að ræða frekar um lekann á álitinu en efnislegri þýðingu þess að réttur til þungunarrofs væri afnuminn í landinu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, kaus að kenna róttækum vinstrimönnum um að hafa lekið álitinu og fordæma demókrata fyrir að verja ekki sjálfstæði réttarins þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram um hver lak því til fjölmiðla. Byrjaðir að leggja drög að banni á landsvísu Sumir íhaldsmenn og andstæðingar þungunarrofs vilja nú ganga á lagið og láta kné fylgja kviði uppfylli hæstiréttur drauma þeirra á næstu vikum. Þannig eru samtök þeirra og sumir þingmenn repúblikana byrjaðir að leggja drög að frumvarpi sem bannaði þungunarrof á landsvísu ef repúblikanar ná aftur völdum, að sögn Washington Post. Það gætu repúblikanar þó aðeins gert með því að vinna forsetakosningarnar árið 2024 og meirihluta í báðum þingdeildum. Þeir þyrftu jafnframt annað hvort að vinna sextíu sæti af hundrað í öldungadeildinni eða afnema þingskaparreglur um málþóf til þess að koma á landsbanni við þungunarrofi. Í nokkrum fjölda ríkja eru í gildi lög sem banna eða takmarka þungunarrof sjálfkrafa verði fordæmi hæstaréttar í Roe gegn Wade snúið við (sjá ramma ofar í frétt). Í Oklahoma skrifaði ríkisstjóri repúblikana undir lög í anda þeirra sem voru samþykkt í Texas og banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu í gær. „Líf er mannréttindi“ stendur á spjaldi við hlið Kevins Stitt, ríkisstjóra í Oklahoma, sem skrifaði undir ein ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum í gær.AP/Sue Ogrocki Á vinstri vængnum hefur verið kallað eftir því að demókratar afnemi málþófsregluna í öldungadeildinni til þess að koma í gegn lögum sem tryggðu rétt kvenna til þungunarrofs á landsvísu fyrir kosningar. Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont og fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata fyrir tvennar síðustu forsetakosningar, er á meðal þeirra. „Bandaríkjaþing verður að samþykkja lög sem festir Roe gegn Wade í sessi sem landslög STRAX. Og ef það eru ekki sextíu atkvæði til staðar í öldungadeildinni til þess, og þau eru það ekki, verðum við að binda enda á málþófsréttinn til að samþykkja þau með fimmtíu atkvæðum,“ tísti Sanders. Congress must pass legislation that codifies Roe v. Wade as the law of the land in this country NOW. And if there aren’t 60 votes in the Senate to do it, and there are not, we must end the filibuster to pass it with 50 votes.— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 3, 2022 Slík lagasetning yrði líklega skammgóður vermir því repúblikanar gætu fellt lög úr gildi með einföldum meirihluta strax eftir kosningar vinni þeir meirihluta í báðum deildum eins og líkur eru á. Vegna þess að afnám fordæmisins í Roe gegn Wade þýddi að ríkjum væri frjálst að takmarka eða banna þungunarrof fá ríkisstjórakosningar víða aukna þýðingu, þar á meðal í Wisconsin, Michigan og Pennsylvaníu þar sem demókratar eru ríkisstjórar en repúblikanar ráða ríkisþinginu. Í Michigan er meðal annars gamalt þungunarrofsbann sem gæti tekið aftur gildi nái íhaldsmenn við hæstarétt sínu fram.
Vendi Hæstiréttur Bandaríkjanna kvæði sínu í kross og telji konur ekki lengur hafa stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs væri ríkjum frjálst að takmarka eða banna það. Sum þeirra hafa gengið afar langt í að þrengja að réttinum, þar á meðal Texas sem bannar þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu og gerir það að glæp að aðstoða konu við að komast í þungunarrof. Fleiri en tuttugu ríki eru þar að auki með lög sem takmarka að banna sjálfkrafa þungunarrof verði dómafordæmi hæstaréttar snúið við. Í nokkrum ríkjum eru jafnframt lög til staðar sem banna þungunarrof sem hefur ekki verið framfylgt eftir að dómur féll í máli Roe gegn Wade árið 1973. Nokkur ríki þar sem demókratar fara með völd eru þegar byrjuð að undirbúa að festa rétt til þungunarrofs í ríkislög. Búist er við því að konur frá öðrum ríkjum gætu streymt þangað verði réttur þeirra til þungunarrofs takmarkaður eða bannaður í þeirra heimaríkjum. Ein af hverjum fjórum konum í Bandaríkjunum er talin gangast undir þungunarrof á lífsleiðinni. Hlutfallið er hærra á meðal svarta og rómansk ættaðra kvenna. Fátækt er einnig algengari á meðal þeirra en annarra og eiga þær því erfiðara með að sækja sér þjónustuna utan heimaríkis. Því er talið að bann eða takmörkun á þungunarrofi komi sérstaklega niður á þeim hópum kvenna. Heimild: NPR
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53