Pedersen er 28 ára gömul og getur leyst öll hlutverk í vörninni, eftir því sem fram kemur í tilkynningu ÍBV.
Hún kemur til Vestmannaeyja á morgun og er komin með leikheimild og gæti því verið með ÍBV í næsta leik sem er gegn nýliðum KR í Vesturbænum á mánudaginn.
Pedersen lék síðast með Kalmar og átti sinn þátt í því í fyrra að koma liðinu upp í efstu deild Svíþjóðar.