Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2022 16:51 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira