Leikur Þróttar R. og Aftureldingar var mikil skemmtun en heimaliðið komst í 4-0 í fyrri hálfleik áður en gestirnir klóruðu í bakkann og gerðu leikinn nokkuð spennandi með tveimur mörkum mjög snemma í síðari hálfleik.
Staðan því 4-2 þegar enn voru 40 mínútur eftir af leiknum. Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en vægast sagt skondið atvik átti sér stað undir lok leiks.
Gæs lenti þá á vellinum og spígsporaði þar um í mestu makindum. Kippti hún sér lítið upp við það að leikmenn Þróttar væru að reyna koma henni af velli.
Þrír gæslumenn komu gæsinni að endingu af vellinum sem var þó allt annað en sátt með gang mála. Kostulegt myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.