Borgar borgarlínan sig? Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. maí 2022 11:30 Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Borgarlína Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigð þétting byggðar getur ekki orðið að veruleika án Borgarlínunnar í Hafnarfirði. Slík þétting er forsenda fyrir lifandi og áhugaverðum bæ sem getur laðað að sér fyrirtæki og fólk. Borgarlína og húsnæðisuppbygging er sitt hvor hliðin á sama peningi. Sóknarfærin í Hraun Vestur og við Flensborgarhöfn byggja á öflugum almenningssamgöngum. Það er því ljóst að án Borgarlínunnar verða ekki byggð upp spennandi borgarhverfi þar sem blönduð byggð íbúða og þjónustu verða í öndvegi. Án Borgarlínunnar er því hætt við að Hafnarfjörður þróist smám saman eingöngu í úthverfi sem getur aftur veikt miðbæinn og bæjarbraginn. Sem betur fer er allt á fleygiferð hjá fyrirtækinu Betri samgöngum við undirbúning þessarar miklu innviðafjárfestingar en það er áhyggjuefni hvað meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði sýnir þessu mikla hagsmunamáli okkar lítinn áhuga. Það er nefnilega staðreynd að Hafnarfjörður á í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um að laða fyrirtæki og fólk til sín. Helstu fyrirtæki landsins keppast nú við að staðsetja sig nálægt framtíðar Borgarlínum og á meðan Borgarlínan inn í Hafnarfjörð er með síðustu áföngum á dagskrá (ca árið 2030-2032) og lítill sem engin áhugi hjá meirihlutanum, er næsta víst að fyrirtækin muni leita annað. Það er deginum ljósara að við í Hafnarfirði þurfum að vinna heimavinnuna okkar og vera búin með skipulagsvinnu okkar megin til að tefja ekki framkvæmdir og lenda undir í samkeppninni við önnur sveitarfélög. Því meira sem við trössum Borgarlínuna því meira tefjum við uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði. Það er því með ólíkindum að allir flokkar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi synjað ósk okkar Viðreisnar um að hefja deiliskipulagsvinnu á þessu ári er varðar lausnir á mögulegri legu borgarlínunnar. Það skiptir máli í öllu þessu ferli að sýna frumkvæði og vera tilbúinn með allt sem snýr að Hafnarfirði því ef við tefjum og slórum munu önnur svæði verða tekin fram fyrir okkur með öllum þeim töfum á uppbyggingu húsnæðis sem því fylgir. Við höfum ekki efni á því að tefja frekari húsnæðisuppbyggingu og þéttingu byggðar hér í Hafnarfirði. Borgar Borgarlínan sig þá? Leið 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur sem komin er næst því að vera Borgarlína, standur undir sér. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar