Opinbert óréttlæti Friðrik Jónsson skrifar 6. maí 2022 07:00 Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun