„Eigum að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2022 21:35 Hergeir, fyrirliði Selfyssinga. Vísir/Vilhelm Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga, var niðurlútur eftir sjö marka tap liðsins á heimavelli gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og Hergeir og félagar eru því með bakið upp við vegg. „Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
„Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37