„Eigum að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2022 21:35 Hergeir, fyrirliði Selfyssinga. Vísir/Vilhelm Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga, var niðurlútur eftir sjö marka tap liðsins á heimavelli gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og Hergeir og félagar eru því með bakið upp við vegg. „Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Þetta var bara fínn fyrri hálfleikur þannig séð. Við spiluðum ágæta sókn og vörn. En svo bara komum við eiginlega ekkert inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Hergeir í leikslok. „Við missum þá frá okkur á fyrstu fimm mínútunum og töpuðum mikið af boltum. Þetta fór svolítið frá okkur þar. En við börðumst allan tíman og komumst aðeins inn í þetta þegar við fórum í sjö á sex. Við spiluðum fína vörn, en þeir náttúrulega bara keyra á okkur og skora úr mikið af hraðaupphlaupum á okkur á meðan við keyrðum illa til baka.“ Eins og Hergeir segir þá náðu Selfyssingar vopnum sínum um stutta stund þegar liðið fór í sjö á sex. Fljótlega fundu Valsmenn þó aftur taktinn og gerðu út um leikinn stuttu eftir það. Hergeir segir að það hafi dregið kraft úr liðinu að missa gestina aftur fram úr sér. „Jú það fer aðeins með móralinn. Það var þarna smá móment með okkur, en það bara fjaraði út. Það var kannski lítil orka í okkur og við vorum að spila á fáum mönnum. En við eigum samt að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir og stoppað þessar hröðu sóknir. Bara að keyra heim og svona þessi grunnatriði í handbolta. Mér finnst við eiga að geta gert það betur þótt við séum orðnir þreyttir.“ Selfyssingar eru nú með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur dugir svo að liðið sé ekki á leið í sumarfrí. Hergeir gerir sér grein fyrir því og segir að hans menn muni mæta í Origo-höllina á sunnudaginn til að vinna. „Við ætlum að mæta á sunnudaginn og spila til sigurs, það er engin spurning. Við ætlum að mæta 100 prósent og við vitum hvað við þurfum að gera til þess að vinna. Við þurfum bara að gera það. Við fáum fullt af fólki með okkur, ég efast ekkert um það. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og við ætlum að mæta á sunnudaginn og vinna. Það er ekki spurning,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. 5. maí 2022 22:37