Endurskoða reglur eftir kaup starfsmanna á hlutum í Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 11:54 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Aðsend Til stendur að gera breytingar á reglum Íslandsbanka um verðbréfaviðskipti starfsmanna eftir gagnrýni á þátttöku þeirra í lokuðu útboði Bankasýslunnar á hlutum ríkisins í bankanum. Þetta segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
„Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna,“ segir Birna í fjárhagsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fljótlega eftir að útboðinu lauk tilkynnti Íslandsbanki til Kauphallar að þrír einstaklingar tengdir bankanum hafi tekið þátt í útboðinu. Þar var um að ræða Ara Daníelsson, stjórnarmann í Íslandsbanka, Ásmund Tryggvason, framkvæmdastjóra fyrirtækja og fjárfestasviðs, og Ríkharð Daðason, sambýlismann markaðs- og samskiptastjóra bankans. Tilkynntu ekki kaupin Tveimur vikum síðar greindi fréttastofa frá því að Geir Oddur Ólafsson, starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka, hafi keypt í útboðinu fyrir rúma milljón króna en verðbréfamiðlun bankans var á meðal umsjónaraðila útboðsins. Sömuleiðis kom fram að Brynjólfur Stefánsson, sjóðsstjóri Íslandssjóða sem er í eigu Íslandsbanka, hafi keypt fyrir 4,5 milljónir króna. Hvorki var tilkynnt um kaup Geirs né Brynjólfs en að sögn Íslandsbanka var það mat stjórnenda að ekki væri um innherja að ræða. Auk fyrrgreindra starfsmanna keyptu þrír aðrir starfsmenn hlut í útboði Bankasýslunnar. Eigandi annars söluaðila keypti sömuleiðis hlut Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Íslensk verðbréf voru á meðal umsjónaraðila útboðsins en Þorbjörg Stefánsdóttir eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa, á helmingshlut í fyrirtækinu. ÍV – eignastýring, sem er í eigu Íslenskra verðbréfa, keypti fyrir tæpar 130 milljónir króna í útboðinu og Björg Finance fyrir 22,5 milljón króna en það félag er í eigu Þorbjargar.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24