Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna Sverrir Mar Smárason skrifar 6. maí 2022 20:45 Ólafur Jóhannesson (til hægri) hefði viljað sjá sína menn taka öll þrjú stigin í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki