Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. maí 2022 14:04 Fundurinn fór fram í húsnæði Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar. Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Almannavarnir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Almannavarnir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira