Fótbolti

Alfons og Viðar Ari reimuðu á sig markaskó

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alfons Sampsted var á skotskónum fyrir Bodø/Glimt í dag.
Alfons Sampsted var á skotskónum fyrir Bodø/Glimt í dag. Vísir/Getty

Alfons Sampsted, landsliðsbakvörður í fótbolta, skoraði mark Bodø/Glimt í 1-1-jafntefli liðsins gegn Lilleström í sjöttu umferð norsku efstu deildarinnar í dag.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins fyrir Lilleström sem situr í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Patrik Sigurði Gunnarssyni og Samúel Kára Friðjónssyni og samherjum þeirra hjá Viking Stavanger sem tróna á toppnum. 

Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt marka Vålerenga þegar liðið lagði Sandefjord að velli 3-1.

Vålerenga er í fjórða sæti deildarinnar með níu stig og Bodø/Glimt hefur svo átta stig eftir fimm leiki í fimmta sæti. 

Ari Leifsson stóð vaktina í miðri vörn Strømsgodset sem vann sannfærandi 3-0-sigur gegn Rosenborg. 

Brynjólfur Darri Willumsson lék síðasta hálftímann um það bil þegar Kristiansund laut í lægra haldi með tveimur mörkum gegn engu gegn Haugesund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×