Er Reykjavík græn borg? Ómar Már Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar