Lætur samanburðinn við pabba og afa ekki trufla sig Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 15:30 Sveinn Aron fagnar marki með Andra Lucasi bróður sínum gegn Liechtenstein í fyrra. vísir/vilhelm Sveinn Aron Guðjohnsen hefur farið vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar og þegar skorað jafnmörg mörk og á síðustu leiktíð. Hann segir samanburðinn við föður sinn og afa ekki trufla sig. Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti. Sænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
Sveinn, sem er 23 ára, hlaut fótboltauppeldi hjá Barcelona þar sem Eiður Smári pabbi hans spilaði. Í meistaraflokki hefur hann leikið á Íslandi, Ítalíu og í Danmörku áður en hann kom svo til Elfsborg í ágúst og náði að skora þrjú mörk í ellefu deildarleikjum. Sveinn hefur svo skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum í ár, þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn leik í byrjunarliði. „Mér finnst hafa gengið vel. Ég hef komið inn af bekknum og staðið mig ágætlega,“ segir Sveinn í viðtali við Fotbollskanalen. Sveinn Aron Gudjohnsen (1998) scores every 48th minute for @IFElfsborg1904 in Allsvenskan. Goal machine pic.twitter.com/u7sM86Ciwn— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 5, 2022 „Ég er orðinn vanur þessu“ Sænski miðillinn minnir á að Sveinn sé sonur Eiðs sem og Arnórs Guðjohnsen sem lauk einmitt atvinnumannsferlinum með eftirminnilegum hætti í Svíþjóð. „Þetta hefur alltaf verið venjulegt fyrir mér. Ég þekki ekkert annað en að tilheyra þessari fjölskyldu svo að þetta er bara mjög eðlilegt fyrir mér,“ segir Sveinn. En er erfitt að lifa með samanburðinum við pabba og afa? „Ég hugsa ekkert um það. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona. Ég er orðinn vanur þessu,“ segir Sveinn sem lék sinn fyrsta A-landsleik í fyrra og hefur nú spilað tólf slíka. Aðspurður hvort að alltaf hafi verið gerðar miklar væntingar til hans á Íslandi svarar Sveinn: „Væntingarnar koma meira frá sjálfum mér en nokkrum öðrum, svo ég hef aðallega fundið fyrir þeim frá mér sjálfum.“ Næsti leikur Sveins og félaga er á heimavelli gegn Djurgården í dag. Sigur gæti fleytt Elfsborg upp í 4. sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira