Íslandsbanki hafi ekki hækkað vexti eins hratt og Seðlabankinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn hafi ekki hækkað vexti í takt við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu misseri. Hún er bjartsýn á að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum húsnæðislána en um sextíu prósent þeirra eru á föstum vöxtum til nokkurra ára. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár. Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár.
Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent