Fangavörður sem átti þátt í flótta lést af völdum skotsárs Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 13:47 Casey White á mynd lögreglu í Indiana eftir að hann var handtekinn í gær. AP/lögreglustjórinn í Vanderburgh-sýslu Kvenkyns fangavörður á sextugsaldri sem hjálpaði grunuðum morðingja að flýja úr fangelsi í Alabama í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs á höfði í gær. Enn liggur ekkert fyrir um hvers vegna hún aðstoðaði fangann. Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Casey White, sem flúði úr fangelsi í Alabama í lok apríl, var handtekinn eftir stuttan eltingaleik við lögreglu í Indiana í gær. Lögreglumenn segja að hann hafi beðið þá um aðstoð vegna þess að konan hans hefði skotið sjálfa sig í höfuðið. Þar átti hann við Vicky White, fangavörð úr fangelsinu sem hjálpaði honum að flýja. Þau voru hvorki skyld né gift þrátt fyrir að þau bæru sama eftirnafn. Þau höfðu verið saman á flótta í meira en viku eftir að Vicky laug því að öðrum fangelsisvörðum að hún ætlaði að aka Casey í geðrannsókn. Dagurinn sem þau flúðu var síðasti vinnudagur Vicky sem hafði þá selt húsið sitt. Hún var átján árum eldri en Casey sem sat inni vegna ofbeldisbrota og innbrota og er ákærður fyrir morð á konu. Dave Wedding, lögreglustjórinn í Vanderburg-sýslu þar sem flóttafólkið var stöðvað, segir að lögreglumenn hafi þvingað bíl þess út af veginum þannig að hann endaði á hliðinni. Þegar lögreglumenn nálguðust bílinn hafi konan verið meðvitundarlaus og með skotvopn í hend. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Ekki hafi verið úrskurðað hvort hún hafi svipt sig lífi. Wedding segir að ekkert verði útilokað þar til niðurstaða rannsóknar réttarmeinafræðings liggur fyrir. „Þaulskipulagður“ flótti Rick Singleton, lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu í Alabama og yfirmaður Vicky White, segist hafa treyst henni fyllilega og að hann geti ekki ímyndað sér hvers vegna hún lét hafa sig út í að hjálpa glæpamanni að strjúka. Hún virðist þó hafa lagt á ráðin um flóttann um nokkurt skeið. Aðrir fangar segja að þau Casey hafi átt í sérstöku sambandi og að hún hafi komið betur fram við hann en samfanga hans. Þá segja yfirvöld að hún hafi keypt riffil og haglabyssu á undanförnum mánuðum en fyrir átti hún skammbyssu. Áður en hún hjálpaði Casey að flýja seldi hún húsið sitt á aðeins helmingi markaðsvirðis og keypti sér bíl sem hún skildi eftir númeralausan við verslunarmiðstöð sem flóttabíl. „Þessi flótti virðist hafa verið þaulskipulagður og úthugsaður. Mikill undirbúningur fór í þetta. Þau höfðu nóg af fjármunum, þau höfðu reiðufé, þau höfðu bifreið,“ segir Singleton.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira