Körfubolti

Sigurður Gunnar nú sá sem hefur varið flest skot í sögu úrslitakeppninnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson er nú einn á toppnum yfir flest varin skot í úrslitakeppni.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson er nú einn á toppnum yfir flest varin skot í úrslitakeppni. Vísir/Bára Dröfn

Sigurður Gunnar Þorsteinsson varði tvö skot frá Valsmönnum í Síkinu í gærkvöldi og varð um leið sá sem hefur varið flest skot í sögu úrslitakeppninnar.

Sigurður valdi líka leikinn til að ná þessum tímamótum því hann var að spila sinn hundraðasta leik í úrslitakeppni í þessum leik.

Sigurði vantaði fyrir leikinn eitt varið skot til að jafna met Friðriks Stefánssonar og tvö til að bæta það. Hann varði eitt skot í fyrri hálfleik og eignaðist metið þegar hann varði skot Kára Jónssonar í fjórða leikhlutanum.

Sigurður Gunnar hafði líka varið sitt fimmtugasta skot í lokaúrslitunum í fyrri hálfleiknum og er sá fyrsti til að ná því.

Hann þurfti hins vegar annað varið skot til að komast upp fyrir Friðrik sem tókst hjá honum í fjórða leikhluta.

Sigurður Gunnar hefur verið að spila vel í úrslitakeppninni með Stólunum og í leiknum í gær var hann með 15 stig, 5 fráköst, 3 stolna bolta og 2 varin skot á 21 mínútu.

  • Flest varin skot í sögu úrslitakeppni karla:
  • 1. Sigurður Gunnar Þorsteinsson 151
  • 2. Friðrik Erlendur Stefánsson 150
  • 3. Hlynur Elías Bæringsson 101
  • 4. Jón Nordal Hafsteinsson 94
  • 5. Michael Craion 88
  • 6. Ómar Örn Sævarsson 87
  • 7. Magni Hafsteinsson 85
  • 8. Finnur Atli Magnússon 76
  • 9. Nick Bradford 76
  • 10. Guðmundur L Bragason 70



Fleiri fréttir

Sjá meira


×