Kvenna-kjarasamningar! Sandra B. Franks skrifar 12. maí 2022 10:15 Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hver er stéttin sem alltof fáir þekkja en flestir munu kynnast einhvern tímann á lífsleiðinni? Hver er stéttin sem stendur þér við hlið á þínum viðkvæmasta tíma í lífinu? Hver er stéttin sem kemur jafnvel heim til þín, en vinnur einnig á hátæknivæðasta vinnustað landsins? Hver er stéttin sem vinnur allan sólahringinn, alla daga ársins, líka á jólum og á páskum? - Þið munið senn hitta okkur, því við erum sjúkraliðar! Kynskiptur vinnumarkaður sem skilar sér í lægri launum fyrir konur en karla er vond staðreynd. Um 98% af okkur eru konur. Sjúkraliðum er því mikið í mun að útrýma þessum launamun. Við og samfélagið allt þarf að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Þetta er eitt stærsta jafnréttisverkefni samtímans. Það er því tímabært að tileinka næstu kjarasamningum kvennastéttum. Við störfum í síbreyttu vinnuumhverfi, og því berjumst við fyrir aukinni símenntun og viðbótarmenntun. Nú styttist í fyrsta útskriftarárgang sjúkraliða úr diplómanámi við Háskólann á Akureyri. Það skiptir miklu máli að vinnustaðir taki vel á móti þessu frábæra starfsfólki. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa því að þróa frekari starfsleiðir og starfsmöguleika í samræmi við hækkað menntunarstig sjúkraliða. Neyðarástand og heilbrigðiskerfið Við höfum tekið undir orð samstarfsfélaga okkar úr öðrum heilbrigðisstéttum að auka þurfi fjármagn í heilbrigðiskerfið. Orð eins og neyðarástand og heilbrigðiskerfið heyrast of oft í sömu setningu. Auðvitað hefur Covid-faraldurinn sett mark sitt á starfsumhverfi sjúkraliða en vonandi gefst brátt tími til að huga að því hvaða lærdóma megi draga af reynslu síðustu ára. Á tímum faraldursins stóðu Íslendingar líkt og aðrir jarðarbúar frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Þá kom vel í ljós að fátt er mikilvægara í augum þjóðarinnar en heilbrigðismálin. Þjóðin beinlínis kallar eftir því að stjórnvöld geri mun betur á þeim vettvangi en gert hefur verið. Hækkandi lífaldur þjóðarinnar og framfarir í læknavísindum kalla sömuleiðis óhjákvæmilega á aukið fjármagn og betri mönnun á heilbrigðisstofnunum. Við þessu þurfa stjórnvöld að bregðast. Hvað segja tölurnar? Nýverið var kynnt ný fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar upp 6.000 milljarða króna. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 nær því miður ekki að halda í árlega fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar, og því til viðbótar lækka útgjöld til sjúkrahúsþjónustu á síðasta ári áætlunarinnar. Þá munu framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu beinlínis lækka á næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Í þessu sama skjali kemur skýrt fram að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og það þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sömuleiðis segir í þessari áætlun að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks“. Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju birtast þau ekki í tölum fjármálaáætlunarinnar? Áfram gakk Sjúkraliðar bundust samtökum fyrir áratugum síðan og hafa unnið markvisst að því að bæta kjör sín og aðstæður. Við berjumst fyrir betri heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll. Við vitum að heilbrigðiskerfið, hjúkrunarheimilin, endurhæfingin og heimahjúkrunin er lítið annað en það fólk sem þar vinnur, eða fólkð sem þarf á þjónustunni að halda. Með hækkandi sól og sjálfstraust mikilvægrar stéttar förum við saman í sumarið og inn í spennandi vetur þar sem kjaramálin okkar verða í forgrunni. Nú er lag! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun