Keppni í fimleikum á Íslandi óháð kyni Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 11:31 Fimleikakrakkar á Íslandi geta frá og með næsta hausti valið hvaða flokki þeir keppa í. mynd/FSÍ Á ársþingi Fimleikasambands Íslands á dögunum var ákveðið að keppni í fimleikum á Íslandi yrði óháð kyni fram að 14. aldursári. Á þinginu var samþykkt tillaga stjórnar og tækninefndar Fimleikasambands Íslands. Hún gengur út á að hver og einn keppandi geti ráðið því hvort hann skrái sig í það sem kallað hefur verið keppni karla eða keppni kvenna á hverju móti, án þess að þurfa einhverja sérstaka undanþágu. Breytingin á bæði við um áhaldafimleika og hópfimleika. Hlíta þarf reglum um búninga í keppnum. Þegar keppandi hefur náð 14 ára aldri er það í höndum aðildarfélags hans að óska eftir því að fagnefnd FSÍ skoði mál viðkomandi, vilji hann keppa í öðrum flokki en líffræðilegt kyn hans segir til um. Alþjóðafimleikasambandið er ekki með sams konar reglur og því gilda breytingarnar ekki um þátttöku í íslensku landsliðunum. Tillöguna sem samþykkt var má sjá í heild hér að neðan: Stjórn og tækninefndir leggja til að keppni í íslenska fimleikastiganum/hópfimleikum verði heimil óháð kynjum fram að 14 aldursári. Á 14 aldursári þarf aðildafélag keppanda að óska eftir því að hvert mál fyrir sig verði skoðað af viðeigandi fagnefnd Fimleikasambandsins. Kynsegin einstaklingar geta keppt í þeim flokki/grein sem þeir samsama sig með og lúta þá þeim reglum sem fylgja flokki/grein. Ekki er í boði að keppa í fleiri en einum flokki/grein á sama móti. Búningar eru samkvæmt reglum íslenska fimleikastigans/hópfimleikareglum. Þar sem Alþjóðafimleikasambandið hefur ekki sambærilega heimild í sínum reglum gildir efni þessarar tillögu ekki um þátttöku í landsliði á vegum sambandsins. Fimleikar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Á þinginu var samþykkt tillaga stjórnar og tækninefndar Fimleikasambands Íslands. Hún gengur út á að hver og einn keppandi geti ráðið því hvort hann skrái sig í það sem kallað hefur verið keppni karla eða keppni kvenna á hverju móti, án þess að þurfa einhverja sérstaka undanþágu. Breytingin á bæði við um áhaldafimleika og hópfimleika. Hlíta þarf reglum um búninga í keppnum. Þegar keppandi hefur náð 14 ára aldri er það í höndum aðildarfélags hans að óska eftir því að fagnefnd FSÍ skoði mál viðkomandi, vilji hann keppa í öðrum flokki en líffræðilegt kyn hans segir til um. Alþjóðafimleikasambandið er ekki með sams konar reglur og því gilda breytingarnar ekki um þátttöku í íslensku landsliðunum. Tillöguna sem samþykkt var má sjá í heild hér að neðan: Stjórn og tækninefndir leggja til að keppni í íslenska fimleikastiganum/hópfimleikum verði heimil óháð kynjum fram að 14 aldursári. Á 14 aldursári þarf aðildafélag keppanda að óska eftir því að hvert mál fyrir sig verði skoðað af viðeigandi fagnefnd Fimleikasambandsins. Kynsegin einstaklingar geta keppt í þeim flokki/grein sem þeir samsama sig með og lúta þá þeim reglum sem fylgja flokki/grein. Ekki er í boði að keppa í fleiri en einum flokki/grein á sama móti. Búningar eru samkvæmt reglum íslenska fimleikastigans/hópfimleikareglum. Þar sem Alþjóðafimleikasambandið hefur ekki sambærilega heimild í sínum reglum gildir efni þessarar tillögu ekki um þátttöku í landsliði á vegum sambandsins.
Stjórn og tækninefndir leggja til að keppni í íslenska fimleikastiganum/hópfimleikum verði heimil óháð kynjum fram að 14 aldursári. Á 14 aldursári þarf aðildafélag keppanda að óska eftir því að hvert mál fyrir sig verði skoðað af viðeigandi fagnefnd Fimleikasambandsins. Kynsegin einstaklingar geta keppt í þeim flokki/grein sem þeir samsama sig með og lúta þá þeim reglum sem fylgja flokki/grein. Ekki er í boði að keppa í fleiri en einum flokki/grein á sama móti. Búningar eru samkvæmt reglum íslenska fimleikastigans/hópfimleikareglum. Þar sem Alþjóðafimleikasambandið hefur ekki sambærilega heimild í sínum reglum gildir efni þessarar tillögu ekki um þátttöku í landsliði á vegum sambandsins.
Fimleikar Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira