Handbolti

Haukur og félagar fara með forystu í heimaleikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var í leikmannahópi Vive Kielce er liðið vann góðan þriggja marka útisigur gegn Montpellier í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 28-31.

Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir í Kielce góðan sprett og náðu upp fjögurra marka sorskoti. Þá forystu létu þeir ekki af hendi í hálfleiknum og liðið leiddi 16-12 þegar gengið var til búningsherbergja.

Heimamenn í Montpellier minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang í síðari hálfleik, en nær komust þeir ekki og Kielce vann að lokum góðan þriggja marka útisigur, 28-31.

Haukur Þrastarson komst ekki á blað fyrir Kielce í kvöld, en liðin mætast á nýjan leik í Póllandi næstkomandi miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×