Sigurður Bragason: Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2022 22:23 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk tímabili ÍBV í Olís-deildinni. En liðið tapaði þriðja leiknum í röð í einvígi sínu gegn Fram í undanúrslitum, 27-24. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“ Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35