Phil Mickelson dregur sig úr PGA meistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:00 Phil Mickelson mun ekki verja titilinn á PGA meistaramótinu. Luke Walker/WME IMG/WME IMG via Getty Images Ríkjandi meistari Phil Mickelson mun ekki verja titil sinn á PGA meistaramótinu sem fram fer næstu helgi þar sem hann hefur dregið sig úr leik. Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“ Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“
Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01