Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 20:00 Arnar var eðlilega sáttur með sigur dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta. „Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
„Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira