Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði frá samvinnu við fjóra Þjóðverja eftir sigurinn á Chelsea í bikarúrslitaleiknum um helgina. Klopp gekk svo langt að tileinka þeim sigurinn.
Liverpool nýtti allar vítaspyrnur sína nema eina og vann 6-5 sigur á Chelsea á laugardaginn. Klopp talaði eftir leikinn um samvinnu Liverpool og þýska taugarannsóknarfyrirtækisins neuro 11.
Jürgen Klopp revelou que a ordem dos pênaltis do Liverpool na final da Copa da Liga foi minuciosamente estudada.
— Footure (@FootureFC) February 28, 2022
A Neuro 11, especialista em lances de bola parada e obtenção de resultados em situações de alta pressão, decidiu a ordem dos cobradores. pic.twitter.com/61gMrFII98
Fyrirtækið var stofnað af Dr Niklas Hausler og Patrick Hantschke og hefur aðsetur í Þýskalandi. Markmið þess er að fylgjast með heilastarfsemi leikmanna til að ná því besta fram hjá þeim.
„Við erum í samstarfi með fjögurra manna fyrirtæki sem kalla sig neuro 11,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn.
„Þeir höfðu samband við okkur fyrir tveimur árum en ég held að ég hafi vitað af þeim þá. Einn af þeim er taugasérfræðingur og hann sagði mér að þeir geti undirbúið menn fyrir að taka þátt í vítaspyrnukeppnum,“ sagði Klopp.
„Virkilega og svo svaraði ég. Þetta er áhugavert, komið til okkar,“ sagði Klopp.
Liverpool un geçen sezon duran top gol say s 17 den 12 ye dü ünce Klopp tedbir ald ve Neuro11 sistemine geçti.
— footbollsoce (@footbollsoce) November 1, 2021
Neuro 11 fiziksel olarak e it düzeydeki futbolcular zihinsel olarak fark yarats n diye var olan bir zihinsel duran top setleri antreman program . pic.twitter.com/ocNlevm0mV
„Þetta er þýskur gæi og við hittumst. Þessi bikar er tileinkaður þeim eins og þegar við unnum deildabikarinn,“ sagði Klopp.
Í báðum úrslitaleikjum vann Liverpool lið Chelsea í vítakeppni. Í deildabikarúrslitaleiknum þá nýtti Liverpool liðið allar ellefu vítaspyrnur sínar. Að þessu sinni skoruðu allir nema Sadio Mane.