Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í apríl síðastliðinn sveitarfélagið til að greiða Þorgeiri hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnarinnar sem talin var hafa verið framkvæmd með óeðlilega meiðandi hætti.
Alls voru 334 á kjörskrá í Strandabyggð og skiluðu 280 atkvæði sér í kjörkassann. 266 atkvæði voru talin gild og fjórtán ógild. Kjörsókn var því 83,8 prósent.
Niðurstaðan var á þessa leið:
- T-listi Strandabandalagsins hlaut 160 atkvæði
- A-listi Almennra borgara hlaut 106 atkvæði
Á vef Strandabyggðar segir í færslu frá 11. maí síðastliðinn að fráfarandi sveitarstjórn hafi óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Vestfjarða í máli Þorgeirs til Landsréttar. Bókaði sveitarstjórn að hún telji, að fenginni ráðgjöf, að dómafordæmi úr Hæstarétti sýni að dómur Héraðsdóms um miskabætur sé rangur.
„Óeðlilegt sé að dæma miskabætur þegar uppsögnin sjálf sé lögleg og enginn vafi leiki á því að svo sé í þessu tilviki. Uppsögnin var í fullu samræmi við ráðningarsamning og þær aðferðir sem tíðkast í sambærilegum tilvikum. Eins telur sveitarstjórn eðlilegt að verja hagsmuni sveitarfélagsins gagnvart því að þurfa að greiða málskostnað, þegar um sé að ræða tilhæfulausar málssóknir. Mikilvægt sé að fá úr þessu skorið vegna fordæmisgildis dómsins,“ sagði í bókuninni.