Smjörstrákarnir mættu til Íslands og eyddu degi með Anníe, Katrínu og BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 11:30 Smjörstrákarnir Heber Cannon and Marston Sawyers með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Instagram/@butterybro Hvað er í vatninu á Íslandi? Af hverju á Ísland svona frábært afreksfólk í CrossFit íþróttinni. Tveir miklir áhugamenn um hreysti og líkamsrækt með 171 þúsund áskrifendur á Youtube reyndu að komast að því. Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira