Sokknum verður ekki skilað og það hlakkar ekki í Helenu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 13:01 Helena Ólafsdóttir með sokkinn fræga úr Keflavík. S2 Sport Keflavíkurkonur voru á toppi Bestu deildar kvenna eftir tvær umferðir og sendu í framhaldinu Bestu mörkunum sokk. Síðan hefur liðið tapað tveimur leikjum í röð þar af á móti nýliðum Aftureldingar á heimavelli í síðasta leik. „Nú eru komnir tveir tapleikir í röð. Er tímabært að skila sokknum aftur,“ spurði Atli Arason, blaðamaður Vísis, þegar hann ræddi við Gunnar Magnús Jónsson, þjálfara Keflavíkur, eftir 1-2 tap á móti Aftureldingu. „Ég veit það nú ekki. Í fótboltanum þá þarf maður að gleðjast þegar það gengur vel og við gerðum það að sjálfsögðu þarna í byrjun. Það er bara eðlilegt. Ég vona að það hlakki ekki í skólasystur minni Helenu við þetta að það gangi illa hjá okkur. Nei, nei, sokknum verður ekki skilað,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson. „Nei, ég skila honum ekki. Hann er heima meira að segja. Það hlakkar ekkert í þeirri gömlu en ég velti því fyrir mér með Keflavíkurliðið hvort að blaðran sé sprungin,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Nei, ég myndi ekki segja það. Í þessum leik þurftu þær að vera að stjórna og vera með boltann en í síðustu tveimur leikjum, á móti Val og Breiðablik, þá lágu þær til baka, beittu skyndisóknum og reyndu að nýta horn og föst leikatriði. Þarna þurftu þær að stjórna og réðu ekki við það,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Bestu mörkin ræddu leik Keflavíkur og Aftureldingar og fóru meðal annars vel yfir leik nýliðanna í Aftureldingu. Það má horfa á þá umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Frammistaða Keflavíkurliðsins og betri spilamennska Aftureldingar Besta deild kvenna Keflavík ÍF Afturelding Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Nú eru komnir tveir tapleikir í röð. Er tímabært að skila sokknum aftur,“ spurði Atli Arason, blaðamaður Vísis, þegar hann ræddi við Gunnar Magnús Jónsson, þjálfara Keflavíkur, eftir 1-2 tap á móti Aftureldingu. „Ég veit það nú ekki. Í fótboltanum þá þarf maður að gleðjast þegar það gengur vel og við gerðum það að sjálfsögðu þarna í byrjun. Það er bara eðlilegt. Ég vona að það hlakki ekki í skólasystur minni Helenu við þetta að það gangi illa hjá okkur. Nei, nei, sokknum verður ekki skilað,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson. „Nei, ég skila honum ekki. Hann er heima meira að segja. Það hlakkar ekkert í þeirri gömlu en ég velti því fyrir mér með Keflavíkurliðið hvort að blaðran sé sprungin,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Nei, ég myndi ekki segja það. Í þessum leik þurftu þær að vera að stjórna og vera með boltann en í síðustu tveimur leikjum, á móti Val og Breiðablik, þá lágu þær til baka, beittu skyndisóknum og reyndu að nýta horn og föst leikatriði. Þarna þurftu þær að stjórna og réðu ekki við það,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Bestu mörkin ræddu leik Keflavíkur og Aftureldingar og fóru meðal annars vel yfir leik nýliðanna í Aftureldingu. Það má horfa á þá umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Frammistaða Keflavíkurliðsins og betri spilamennska Aftureldingar
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Afturelding Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira