Þetta kemur fram á vef Fljótsdalshrepps. Í óbundinni kosningu þurfa kjósendur að skrifa niður nöfn fimm aðalmanna og allt að fimm varamanna á blað og eru allir íbúar eru í kjöri. Þó er hægt er að biðjast undan kjöri jafn lengi og fólk hefur setið í sveitarstjórn. Að þessu sinni hafi þau Gunnþórunn Ingólfsdóttir og Eiríkur Kjerúlf ákveðið að nýta rétt sinn til að hætta.
Eftirfarandi munu skipa sveitarstjórn Fljótsdalshrepps:
- Jóhann Frímann Þórhallsson, 50 atkvæði
- Lárus Heiðarsson, 35 atkvæði.
- Kjartan Benediktsson, 32 atkvæði
- Halla Auðunardóttir, 27 atkvæði
- Anna Jóna Árnmarsdóttir, 18 atkvæði
Í tilkynningunni kemur fram að Anna Jóna Árnmarsdóttir og Urður Gunnarsdóttir hafi orðið jafnar í fimmta sæti með átján atkvæði hvor.
„Kjörstjórn fékk óháðan aðila til að draga á milli þeirra og þar varð Anna Jóna hlutskörpust með hlutkesti. Talning atkvæða tók óvenju langan tíma en afstemming við talninguna tók tíma, ekki þurfti að úrskurða um stór vafaatriði. Á kjörskrá voru 85. 58 greiddu atkvæði á kjörstað en þrír utan hans. Alls kaus 61 kjósandi, kjörsókn því 71,76 prósent.
Varamenn:
- 1. Urður Gunnarsdóttir, 18 atkvæði í 1. – 5. sæti.
- 2. Guðni Jónsson, 18 atkvæði í 1. - 7. Sæti.
- 3. Sólrún Júlía Hjartardóttir Kjerúlf, 18 atkvæði í 1. – 8. sæti.
- 4. Gunnar Gunnarsson, 17 atkvæði í 1. – 9. sæti
- 5. Þórhallur Jóhannsson, 18 atkvæði 1. – 10 . sæti
Alls voru auðir seðlar tveir og ógildir einn.