Óttast slysahættu af auglýsingum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 13:32 Leikmenn hafa til að mynda runnið til á auglýsingum í úrslitaeinvíginu í körfubolta karla sem lýkur í kvöld. VÍSIR/BÁRA Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu. „Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
„Er ekki spurning um að finna aðrar leiðir fyrir íþróttafélög en auglýsingar á gólf til að koma sponsum á framfæri, svona áður en einhver meiðir sig alvarlega?“ spyr Tómas Jónasson á Twitter. Þar birtir hann fjölda af klippum sem sýna handbolta- og körfuboltamenn renna til á auglýsingum í úrslitakeppnunum sem nú standa yfir. pic.twitter.com/8fnGeAkMfp— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 pic.twitter.com/AGTvBaFDar— Tómas Jónasson (@tommijonasar) May 16, 2022 Körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson tekur undir og bendir á hættu sem einnig geti skapast af auglýsingaskiltum í kringum vellina: „100% sammála. Annað þessu tengt sem er grafalvarlegt eru þessi járnskilti sem er raðað kringum vellina. Skiltin eru flugbeitt og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef leikmaður myndi detta með andlitið eða jafnvel háls/úlnlið á fullum hraða á brún þessara skilta,“ skrifar Hrafn. Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson úr KR deilir færslu Tómasar og segir einfaldlega: „Banna auglýsingar á leikvöllum,“ og Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að skoða klippurnar. Þekkt dæmi um að menn hafi runnið til á dúk og meiðst er þegar Pavel Ermolinskij meiddist í bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2015. Hrafn bendir reyndar á að Pavel hafi einnig skorist illa á hendi á auglýsingaskilti í stjörnuleik árið 2011 og misst af leikjum í framhaldinu.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla Slysavarnir Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira