Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2022 12:17 Kim Jong Un á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja 232.880 íbúa landsins vera með hitaeinkenni eftir að sex voru sagðir hafa dáið vegna Covid. Ekki hafa verið gefnar upp tölur um hve margir hafa greinst með Covid. Í heildina hafa 1,72 milljónir manna greinst með hitaeinkenni, samkvæmt yfirvöldum og 62 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Norður-Kórea er einangraðasta ríki í heimi og þar eru landsmenn óbólusettir. Til viðbótar við það er heilbrigðiskerfi landsins verulega vanþróað og heilt yfir er fólk ekki talið við góða heilsu, að hluta til vegna langvarandi fæðuskorts í Norður-Kóreu. Ríkið hefur ekki mikla skimunargetu og óttast sérfræðingar að faraldurinn gæti haft verulega slæm áhrif á ríkið. Ríkisstjórn Norður-Kóreu segir hins vegar að jákvæð teikn séu á lofti í faraldrinum og fólki með einkennum fari fækkandi milli daga. Yonhap fréttaveitan hefur eftir Kim að embættismenn hafi ekki brugðist nógu hratt við á fyrstu stigum faraldursins í Norður-Kóreu. Það hefði leitt til aukinna vandræða fyrir þjóðina og það þyrfti að bæta sem fyrst. Athygli hefur vakið að Kim og aðrir á fundinum voru ekki með grímur, því Kim sást með tvær grímur fyrr í vikunni. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu segja 232.880 íbúa landsins vera með hitaeinkenni eftir að sex voru sagðir hafa dáið vegna Covid. Ekki hafa verið gefnar upp tölur um hve margir hafa greinst með Covid. Í heildina hafa 1,72 milljónir manna greinst með hitaeinkenni, samkvæmt yfirvöldum og 62 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Norður-Kórea er einangraðasta ríki í heimi og þar eru landsmenn óbólusettir. Til viðbótar við það er heilbrigðiskerfi landsins verulega vanþróað og heilt yfir er fólk ekki talið við góða heilsu, að hluta til vegna langvarandi fæðuskorts í Norður-Kóreu. Ríkið hefur ekki mikla skimunargetu og óttast sérfræðingar að faraldurinn gæti haft verulega slæm áhrif á ríkið. Ríkisstjórn Norður-Kóreu segir hins vegar að jákvæð teikn séu á lofti í faraldrinum og fólki með einkennum fari fækkandi milli daga. Yonhap fréttaveitan hefur eftir Kim að embættismenn hafi ekki brugðist nógu hratt við á fyrstu stigum faraldursins í Norður-Kóreu. Það hefði leitt til aukinna vandræða fyrir þjóðina og það þyrfti að bæta sem fyrst. Athygli hefur vakið að Kim og aðrir á fundinum voru ekki með grímur, því Kim sást með tvær grímur fyrr í vikunni.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum. 17. maí 2022 19:10