Tæknilausnir og sjálfbærni í ferðaþjónustu Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 18. maí 2022 19:56 Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar