Banna þungunarrof eftir frjóvgun Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2022 18:47 Andstæðingur þungunarrofs með biblíu á lofti við Hæstarétt Bandaríkjanna. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á ríkisþinginu í dag. Sjötíu og þrír þingmenn greiddu atkvæði með því en aðeins sex á móti. Einu undantekningarnar í frumvarpinu eru ef bjarga þarf lífi konu eða ef kona er með barni eftir nauðgun eða sifjaspell sem hefur verið tilkynnt til lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma og repúblikani, hefur gefið til kynna að hann ætli að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Hann hefur heitið því að gera Oklahoma að fjandsamlegasta ríki Bandaríkjanna fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi, að sögn New York Times. Nú þegar er þungunarrof bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Oklahoma en ríkið er eitt nokkurra sem fór að fordæmi Texas og bannaði þungunarrof eftir að hægt er að greina hjartslátt fósturs. Líkt og lögin í Texas eiga almennir borgarar að framfylgja nýju lögunum í Oklahoma. Þeim væri umbunað fyrir að höfða mál gegn þeim sem brjóta lögin. Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði lögunum í Texas að taka gildi þrátt fyrir að þau stönguðust á við dómafordæmi vegna lagatæknilegra álitamála um þetta ákvæði þeirra. Önnur lög sem eiga að taka gildi í sumar gera þungunarrof refsivert að viðlögðu allt að tíu ára fangelsi með engum undantekningum fyrir nauðgun eða sifjaspell. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd flýtir nú í gegn nýjum og ströngum lögum um þungunarrof þar sem allt stefnir í að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þess verði afnuminn á næstu vikum. Meirihlutaálit Hæstaréttar Bandaríkjanna sem var lekið nýlega bendir til þess að íhaldssamir dómarar, skipaðir af repúblikönum, búi sig undir að snúa við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi um stjórnarskráin tryggi konum rétt til þungunarrofs. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á ríkisþinginu í dag. Sjötíu og þrír þingmenn greiddu atkvæði með því en aðeins sex á móti. Einu undantekningarnar í frumvarpinu eru ef bjarga þarf lífi konu eða ef kona er með barni eftir nauðgun eða sifjaspell sem hefur verið tilkynnt til lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. Kevin Stitt, ríkisstjóri Oklahoma og repúblikani, hefur gefið til kynna að hann ætli að staðfesta lögin með undirskrift sinni. Hann hefur heitið því að gera Oklahoma að fjandsamlegasta ríki Bandaríkjanna fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi, að sögn New York Times. Nú þegar er þungunarrof bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Oklahoma en ríkið er eitt nokkurra sem fór að fordæmi Texas og bannaði þungunarrof eftir að hægt er að greina hjartslátt fósturs. Líkt og lögin í Texas eiga almennir borgarar að framfylgja nýju lögunum í Oklahoma. Þeim væri umbunað fyrir að höfða mál gegn þeim sem brjóta lögin. Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði lögunum í Texas að taka gildi þrátt fyrir að þau stönguðust á við dómafordæmi vegna lagatæknilegra álitamála um þetta ákvæði þeirra. Önnur lög sem eiga að taka gildi í sumar gera þungunarrof refsivert að viðlögðu allt að tíu ára fangelsi með engum undantekningum fyrir nauðgun eða sifjaspell. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd flýtir nú í gegn nýjum og ströngum lögum um þungunarrof þar sem allt stefnir í að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þess verði afnuminn á næstu vikum. Meirihlutaálit Hæstaréttar Bandaríkjanna sem var lekið nýlega bendir til þess að íhaldssamir dómarar, skipaðir af repúblikönum, búi sig undir að snúa við hálfrar aldar gömlu dómafordæmi um stjórnarskráin tryggi konum rétt til þungunarrofs.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01