Ræðst um helgina hvort Sara Sigmunds komist aftur á heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir getur náð risastóru takmarki í endurkomu sinni í Amsterdam um helgina. Instagram/@sarasigmunds Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum. Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira