Sjáðu brot Dags sem var í ætt við Júggabragðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2022 11:00 Þrátt fyrir að Dagur Arnarsson hafi brotið á Stiven Tobar Valencia skoraði hann samt. Stiven gerði sex mörk úr sex skotum í leiknum. stöð 2 sport Dagur Arnarsson gerði sig sekan um ljótt brot á Stiven Tobar Valencia í seinni hálfleik í leik Vals og ÍBV í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Valur vann leikinn með tíu marka mun, 35-25. Úrslitin í leiknum voru ráðin í hálfleik enda voru Valsmenn þá með þrettán marka forystu, 22-9. Eyjamenn svöruðu aðeins fyrir sig í seinni hálfleiknum og gengu hart fram. Á 43. mínútu fór Dagur í fótinn á Stiven í hraðaupphlaupi. Valsmaðurinn féll við en skoraði samt. „Maður sér það strax að hann sér mjög eftir þessu en hann kippir aðeins í hnéð á honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni eftir leikinn í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson sagði að brot Dags minnti um margt á eitt þekktasta fautabragð handboltans. „Þetta er ekki beint Júggatrixið en í ættina við það. Þetta á ekki að sjást, það er ekki flóknara en það. Þetta er stórhættulegt og við viljum ekki sjá svona,“ sagði Ásgeir. Róbert Gunnarsson tók í sama streng en hafði smá samúð með Degi. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um brot Dags „Ég er sammála því en ég held að þetta hafi verið ósjálfráð viðbrögð að stoppa hann. Ég held að hann hafi ekki ætlað að „Júgga“ hann. En þetta er stórhættulegt og hefði getað farið illa,“ sagði Róbert. Ótrúlegt en satt slapp Dagur við brottvísun fyrir brotið á Stiven. Eyjamenn fengu fimm brottvísanir í leiknum en Valsmenn sjö. Annar leikur Vals og ÍBV fer fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 15:20. Olís-deild karla Valur ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Úrslitin í leiknum voru ráðin í hálfleik enda voru Valsmenn þá með þrettán marka forystu, 22-9. Eyjamenn svöruðu aðeins fyrir sig í seinni hálfleiknum og gengu hart fram. Á 43. mínútu fór Dagur í fótinn á Stiven í hraðaupphlaupi. Valsmaðurinn féll við en skoraði samt. „Maður sér það strax að hann sér mjög eftir þessu en hann kippir aðeins í hnéð á honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni eftir leikinn í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson sagði að brot Dags minnti um margt á eitt þekktasta fautabragð handboltans. „Þetta er ekki beint Júggatrixið en í ættina við það. Þetta á ekki að sjást, það er ekki flóknara en það. Þetta er stórhættulegt og við viljum ekki sjá svona,“ sagði Ásgeir. Róbert Gunnarsson tók í sama streng en hafði smá samúð með Degi. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um brot Dags „Ég er sammála því en ég held að þetta hafi verið ósjálfráð viðbrögð að stoppa hann. Ég held að hann hafi ekki ætlað að „Júgga“ hann. En þetta er stórhættulegt og hefði getað farið illa,“ sagði Róbert. Ótrúlegt en satt slapp Dagur við brottvísun fyrir brotið á Stiven. Eyjamenn fengu fimm brottvísanir í leiknum en Valsmenn sjö. Annar leikur Vals og ÍBV fer fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 15:20.
Olís-deild karla Valur ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16 Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Snorri Steinn: Blessaður vertu, þetta starf er bara áhyggjur Þrátt fyrir að Valur hafi rúllað yfir ÍBV í fyrsta leik úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, 35-25, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, með báða fætur kyrfilega á jörðinni í leikslok. 19. maí 2022 22:16
Erlingur: Vantar þriðja dómarann í þessa íþróttagrein Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var skiljanlega svekktur eftir tapið fyrir Val í fyrsta leik úrslita Olís-deildar karla í kvöld, 35-25. 19. maí 2022 22:03