Ekkert nema hryllingur bíði hennar í Grikklandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 19:00 Sómölsk kona, sem vísa á úr landi á næstu dögum, segir brottvísun ógna lífi sínu. Lögmaður hennar gagnrýnir að stjórnvöld hefji nú brottvísanir á ný í stórum stíl, sem hann telur að gætu verið ólögmætar. Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón. Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Eftir nær algjört hlé á brottvísunum í Covid stendur til að hefja þær aftur á næstu dögum. Ríkislögreglustjóri sagði í tilkynningu í morgun að 250 manns, sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd, dvelji enn hér á landi án heimildar, þar sem þeir hafi neitað að undirgangast sóttvarnarreglur móttökuríkjanna - til dæmis bólusetningu eða PCR-próf. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður segir þessa fullyrðingu beinlínis ranga. „Það eru margir í þessum hópi umbjóðendur mínir sem hafa ekki tafið mál sín með nokkrum hætti. Hafa ekki einu sinni verið sakaðir um það. Þannig að þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Magnús. Magnús lætur nú reyna á þessa niðurstöðu stjórnvalda fyrir dómi. „Þá gæti sú niðurstaða komið að þessar brottvísanir, tugir eða hundruð, væru ólögmætar.“ Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.Vísir/Sigurjón Örugg í fyrsta sinn Ein þeirra nokkur hundruð sem stendur frammi fyrir brottvísun er hin 22 ára Asli Jama. Hún er sómölsk en kom til Íslands í apríl í fyrra eftir miklar hrakningar; hún og fjölskylda hennar hafi til að mynda sætt ofbeldi og ofsóknum af hálfu hryðjuverkasamtakanna Al Shabaab. Hún komst loks til Grikklands við illan leik og lýsir aðstæðum þar sem hryllilegum. „Við vorum ekki örugg. Fólk slóst þarna á hverjum degi, lögreglan kom á hverjum degi. Lögreglan kom á hverjum morgni að ræða við okkur,“ segir Asli. Á Íslandi upplifir Asli sig örugga í fyrsta sinn á ævinni. Magnús telur hana eiga rétt á efnismeðferð þar sem hún hafi verið á landinu í rúmt ár - og bæði hann og Asli hafna því að hún hafi á nokkurn hátt tafið afgreiðslu máls síns eins og stjórnvöld beri fyrir sig í umræddum málum. „Mér finnst framtíð mín mjög örugg á Íslandi. Ég vinn sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og hef kynnst stórkostlegum Íslendingum. Og ég bý í húsi, með fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir Asli. Ekkert nema hryllingur bíði hennar, verði henni vísað aftur til Grikklands. „Mér gæti verið nauðgað þar. Ég verð heimilislaus. Mér er mikil hætta búin, ég gæti verið seld í mansal.“ Í ólögmætri dvöl og meðvituð um dagsetninguna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ræddi fyrirhugaðar brottvísanir við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann gaf þar lítið fyrir gagnrýni á fyrirætlanirnar, þar sem vísað var til þess að margir hælisleitendanna hefðu jafnvel verið hér um árabil og fest rætur. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl, það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi, þannig það hefur verið að því leiti á sína ábyrgð hér á landi í lengri tíma vitandi það að, að þessari dagsetningu kæmi,“ sagði Jón.
Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“ Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur. 20. maí 2022 11:31