Rúnar eftir að KR mistókst að vinna enn einn heimaleikinn: „Vorum bara lélegir“ Árni Konráð Árnason skrifar 21. maí 2022 19:30 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét KR mistókst enn og aftur að vinna leik á Meistaravöllum í dag er Leiknir Reykjavík kom í heimsókn. Lokatölur 1-1 og KR aðeins unnið einn heimaleik af fjórum í Bestu deild karla. Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með sína menn í dag. „Við vorum fínir í fyrri hálfleik en ömurlegir í seinni hálfleik. Ef að eitthvað lið átti að vinna að þá var það Leiknir Reykjavík, við vorum heppnir að taka með okkur stig inn í klefa,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Við vorum bara lélegir, vissum ekkert hvað við vorum að gera, vissum ekkert hvernig við ætluðum að spila. Fórum nokkrum sinnum leiðir sem að við vildum fara og það gekk vel en síðan fóru menn að breyta og fóru að spila einhvern „fancy“ fótbolta sem að var ekkert auðvelt,“ sagði þjálfari KR-inga aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur, kraftlitlir þegar leið á leikinn og ég held að menn hafi ekki alveg vitað hvað þeir ætluðu sér að gera.“ Rúnar nýtti varamannabekkinn vel en leikmenn á borð við Pálma Rafn Pálmason, Stefán Árna Geirsson og Kjartan Henry Finnbogason hófi leikinn á bekknum. Stefán Árni entist stutt en hann spilaði aðeins stundarfjórðung áður en hann meiddist. „Þeir sem komu inn á voru allir að reyna sitt besta og það gengur ekki alltaf upp og þá er kannski bara best að ég taki þetta á mig sem þjálfari, við áttum þetta bara ekki skilið,“ sagði Rúnar að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: KR - Leiknir R. 1-1 | Ömurlegt gengi KR á heimavelli heldur áfram KR mætti botnliði Leiknis Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta. Heimamenn komust yfir snemma leiks en líkt og áður í sumar tókst þeim ekki að fylgja því eftir og gestirnir jöfnuðu metin í síðari hálfleik, lokatölur 1-1 í Vesturbænum. 21. maí 2022 17:55 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
„Við vorum fínir í fyrri hálfleik en ömurlegir í seinni hálfleik. Ef að eitthvað lið átti að vinna að þá var það Leiknir Reykjavík, við vorum heppnir að taka með okkur stig inn í klefa,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Við vorum bara lélegir, vissum ekkert hvað við vorum að gera, vissum ekkert hvernig við ætluðum að spila. Fórum nokkrum sinnum leiðir sem að við vildum fara og það gekk vel en síðan fóru menn að breyta og fóru að spila einhvern „fancy“ fótbolta sem að var ekkert auðvelt,“ sagði þjálfari KR-inga aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis. „Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur, kraftlitlir þegar leið á leikinn og ég held að menn hafi ekki alveg vitað hvað þeir ætluðu sér að gera.“ Rúnar nýtti varamannabekkinn vel en leikmenn á borð við Pálma Rafn Pálmason, Stefán Árna Geirsson og Kjartan Henry Finnbogason hófi leikinn á bekknum. Stefán Árni entist stutt en hann spilaði aðeins stundarfjórðung áður en hann meiddist. „Þeir sem komu inn á voru allir að reyna sitt besta og það gengur ekki alltaf upp og þá er kannski bara best að ég taki þetta á mig sem þjálfari, við áttum þetta bara ekki skilið,“ sagði Rúnar að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: KR - Leiknir R. 1-1 | Ömurlegt gengi KR á heimavelli heldur áfram KR mætti botnliði Leiknis Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta. Heimamenn komust yfir snemma leiks en líkt og áður í sumar tókst þeim ekki að fylgja því eftir og gestirnir jöfnuðu metin í síðari hálfleik, lokatölur 1-1 í Vesturbænum. 21. maí 2022 17:55 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: KR - Leiknir R. 1-1 | Ömurlegt gengi KR á heimavelli heldur áfram KR mætti botnliði Leiknis Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta. Heimamenn komust yfir snemma leiks en líkt og áður í sumar tókst þeim ekki að fylgja því eftir og gestirnir jöfnuðu metin í síðari hálfleik, lokatölur 1-1 í Vesturbænum. 21. maí 2022 17:55