Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. maí 2022 14:30 Retiro-garðurinn í Madrid. Cezaro De Luca/Europa Press via Getty Images Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári. Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út. Spánn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út.
Spánn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira